- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki tókst Fram að standast Val snúning

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Valur heldur sínu striki í Olísdeild karla í handknattleik. Virðist fátt getað stöðvað meistarana um þessar mundir enda gefa þeir andstæðingum sínum engin grið. Í kvöld var komið að Framliðinu að lúta í lægra haldi fyrir Valsliðinu í viðureign liðanna í Origohöllinni, 34:27, í leik í 16. umferð. Valur var marki yfir í hálfleik, 16:15, og er efstur með 10 stig eftir fimm leiki. Fram, sem var taplaust fyrir leikinn, situr í þriðja sæti með sex stig.


Valsmenn voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik en Framarar voru aldrei langt undan.


Fljótlega í síðari hálfleik skildu leiðir. Leikmenn Vals nýttu sér hver mistök Framara til þess að bæta í forskotið og segja má að síðustu 20 mínúturnar hafi verið eign leikmanna Vals. Þeir sýndu styrk sinn meðan að Framarar misstu móðinn.

Sóknarleikurinn varð erfiður, mörg góð marktækifæri fóru í súginn, hraðaupphlaup snerust í höndum manna, markvarslan datt niður og varnarleikurinn var ekki jafn sterkur og áður. Kostir Valsmanna, hraður leikur og hraðaupphlaup fékk að njóta sín. Þegar upp var staðið munaði sjö mörkum.


Liðin mætast á ný í Úlfarsárdal á föstudaginn í 5. umferð Olísdeildar.


Mörk Vals: Róbert Aron Hostert 6, Þorgils Jón Svölu Baldursson 6, Stiven Tobar Valencia 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 4/1, Tjörvi Týr Gíslason 4, Finnur Ingi Stefánsson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Arnór Snær Óskarsson 2, Alexander Örn Júlíusson 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 15/1, 35,7%.
Mörk Fram: Kristófer Dagur Sigurðsson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Marko Coric 4, Stefán Orri Arnalds 2, Kjartan Þór Júlíusson 2, Luka Vukicecic 2, Alexander Már Egan 2, Reynir Þór Stefánsson 1, Stefán Darri Þórsson 1, Þorvaldur Tryggvason 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9, 24,3% – Arnór Máni Daðason 1, 14,3%.

Staðan í Olísdeild karla.

Ýtarlega tölfræði leiksins er að vanda að finna hjá HBStatz.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -