- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ekki var leitað langt yfir skammt að eftirmanni Krumbholz

Olivier Krumbholz fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakklands t.v. Sjá má vangasvip eftirmannsins, Sébastien Gardillou. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Sébastien Gardillou hefur verið ráðinn eftirmaður Olivier Krumbholz í starf landsliðsþjálfara Frakka í handknattleik kvenna. Franska handknattleikssambandið tilkynnti um ráðningu Gardillou í dag. Krumbholz lét af störfum eftir Ólympíuleikana í síðasta mánuði. Engu að síður voru upp vangaveltur að hann héldi áfram, fram yfir EM í árslok.

Franska handknattleikssambandið leitaði ekki langt yfir skammt í leit að eftirmanni Krumbholz. Gardillou, sem tekur við hefur verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins í átta ár, og þar af leiðandi verið hægri hönd Krumbholz sem þjálfað hafði landsliðið frá 1998, að árum 2013 til 2016 undanskildum. Frakkar eru m.a. heimsmeistarar og hlutu silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í ágúst.

Undir stjórn Krumbholz vann franska landsliðið fimmtán sinnum til verðlauna á stórmótum og vann stórmótin þrjú, HM, EM og Ólympíuleika a.m.k. einu sinni.

Gardillou er 49 ára gamall, 17 árum yngri en forverinn. Hann hefur ekki þjálfað félagslið síðan hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins 2016.Fyrir þann tíma var hann m.a. þjálfari kvennaliða Metz og Nice.

Fyrsti leikur franska landsliðsins undir stjórn Gardillou verður síðla í október gegn Ungverjalandi. Eftir það tekur við undirbúningur fyrir Evrópumótið sem hefst 28. nóvember og fer fram í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -