- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eldvarnarkerfið sló Valsmenn ekki út af laginu

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur Valsmanna í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Valsmenn endurheimtu efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld þegar þeir unnu öruggan sigur á Gróttu, 39:29, Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Valur var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 16:14.

Gera varð a.m.k. 20 mínútna hlé á leiknum snemma í síðari hálfleik þegar eldvarnarkerfi Hertzhallarinnar fór af stað með miklum látum. Engan eld var sem betur fer að finna. Skýringin á að kerfið fór af stað mun vera sú að bolti í leik barna hrökk í hnapp sem ræsti kerfið.


Valsmenn héldu frumkvæðinu en leiðir skildu ekki fyrr en á síðustu 10 mínútum leiksins, að sögn Óskars Bjarna Óskarssonar þjálfara Vals en handbolti.is heyrði stuttlega í honum eftir leikinn.

„Gróttumenn börðust af krafti. Það er alltaf erfitt að mæta þeim á Nesinu. Við fengum alveg að finna fyrir því að þessu sinni. Okkur tókst ekki að hrista þá af okkur fyrr en síðustu tíu mínúturnar eða svo. Við vorum svolítið oft í undirtölu í leiknum,“ sagði Óskar Bjarni.

Andri Fannar Elísson var markahæstur Gróttumanna í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Einar Baldvin meiddist

Skarð var fyrir skildi hjá Gróttu að markvörðurinn öflugi, Einar Baldvin Baldvinsson gat ekki leikið með. Hann meiddist í upphitun.

Valur hefur þar með 16 stig eftir níu umferðir, komst á ný einu stigi upp fyrir FH-inga. Grótta er með sex stig eins og Víkingur í áttunda og níunda sæti og ljóst áfram heldur baráttan í neðri hlutanum. Hún harðnaði heldur í kvöld með sigri HK og tapi Stjörnunnar.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Mörk Gróttu: Andri Fannar Elísson 9/5, Hannes Grimm 5, Jakob Ingi Stefánsson 5, Ágúst Ingi Óskarsson 4, Ari Pétur Eiríksson 3, Gunnar Dan Hlynsson 3.
Varin skot: Shuhei Narayama 8/1, 17,2%.

Mörk Vals: Úlfar Páll Monsi Þórðarson 8, Ísak Gústafsson 7/1, Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Andri Finnsson 5, Allan Norðberg 5, Viktor Sigurðsson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Aron Dagur Pálsson 1.
Varin skot: Arnar Þór Fylkisson 5, 50% – Björgvin Páll Gústavsson 2, 7,7%.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -