- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Jóna átti stórleik í langþráðum sigri

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, leikur með danska úrvalsdeildarliðinu Ringkøbing Håndbold á næsta keppnistímabili. Mynd/Erik Laursen - aðsend
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti sannkallaðan stórleik í kvöld þegar lið hennar og Steinunnar Hansdóttur, Vendsyssel, vann langþráðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í heimsókn til Skanderborg, 28:24. Þetta var fyrsti sigur Vendsyssel í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en leikurinn í kvöld var sá sextándi hjá liðinu í deildinni á leiktíðinni.


Elín Jóna varði 14 skot, þar af eitt vítakast og var með 38% markvörslu. Að frátöldum sex vítaköstum sem leikmenn Skanderborg skoruðu úr þá var Elin Jóna með 43% markvörslu í uppstilltum leik, 13 varin skot af 30.

Steinunn Hansdóttir skoraði tvö mörk í þremur skotum gegn sínu gamla félagi.

Vendsyssel var með frumkvæðið lengst af í kvöld og hafði m.a. fjögurra marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:11.

Vendsyssel er nú með þrjú stig í neðsta sæti en óskandi er að sigurinn verði til að blása vindi í segl liðsins á lokaspretti dönsku úrvalsdeildarinnar. Sex umferðir eru eftir óleiknar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -