- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Jóna og Ómar Ingi handknattleiksfólk ársins

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Ómar Ingi Magnússon, handknattleiksfólk ársins 2024. Samsett mynd
- Auglýsing -


HSÍ hefur valið Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Ómar Inga Magnússon handknattleiksfólk ársins 2024. Þetta er í þriðja sinn sem Ómar Ingi hreppir hnossið en í fyrsta skiptið sem Elín Jóna verður fyrir valinu.

HSÍ hefur valið handknattleiksmann eða fólk ársins frá 1973. Listi yfir þau sem hreppt hafa hnossið er að finna neðst í þessari grein.

Elín Jóna

Elín Jóna er ein burðarása kvennalandsliðsins sem tók nýverið þátt í EM 2024 í Austurríki, Sviss og Ungverjalandi. Elín Jóna varði þar 76 skot á EM eða 34,21% markvörslu í þremur leikjum Íslands. Elín Jóna hefur leikið undanfarin ár í Danmörku og skipti um mitt síðasta ár um lið þegar hún færði sig yfir í Aarhus Håndbold sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir handknattleikskona ársins 2024. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Elín Jóna er frá Seltjarnarnesi og lék með Gróttu upp yngri flokka félagsins og hóf að leika með meistaraflokki Gróttu tímabilið 2014 – 2015 og varð um vorið Íslandsmeistari.
Árið 2015 skipti Elín Jóna yfir í Hauka og lék með liði félagsins til 2018 þegar hún fór í atvinnumennsku. Elín Jóna hefur leikið í Danmörku með Vendsyssel Håndbold, Ringkøbing Håndbold, EH Aalborg og Aarhus Håndbold.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið 68 leiki með kvennalandsliðinu og skorað 4 mörk.

Ómar Ingi

Ómar Ingi varð Þýskalandsmeistari og bikarmeistari í handknattleik í vor auk þess hann varð þriðji markahæstur í Bundesligunni, efstu deild Þýskalands, á síðustu leiktíð. Magdeburg komst einnig í Final4, úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu, með Ómar Inga innanborðs.

Með landsliðinu náði Ómar 10. sæti á EM 2024 í Þýskalandi. Á mótinu skoraði Ómar Ingi 19 mörk. Einnig lék hann stórt hlutverk með landsliðinu þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM 2025 með tveimur öruggum sigrum gegn Eistlandi í maí.

Ómar Ingi Magnússon handknattleikskarl ársins 2024. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð

Ómar lék með yngri flokkum Selfoss og spilaði með meistaraflokki bæði á Selfossi og með Val áður hann hélt í atvinnumennsku til Danmerkur 2016. Þar lék hann með bæði með Aarhus Håndbold og Aalborg Håndbold áður en hann flutti sig um set og hóf að leika með SC Magdeburg sumarið 2020 hvar hann hefur átt mikilli velgengni að fagna.

Ómar hefur leikið 88 landsleiki og skorað í þeim 317 mörk.
Hann var kjörinn Íþróttamaður ársins 2021 og 2022 auk þess að vera í hópi tíu efstu í kjörinu fyrir árið 2024.

Handknattleiksfólk ársins hjá HSÍ frá 1973:

2024 – Ómar Ingi MagnússonElín Jóna Þorsteinsdóttir
2023 – Gísli Þorgeir KristjánssonSandra Erlingsdóttir
2022 – Ómar Ingi MagnússonSandra Erlingsdóttir
2021 – Ómar Ingi MagnússonRut Arnfjörð Jónsdóttir
2020 – Aron PálmarssonSteinunn Björnsdóttir
2019 – Aron PálmarssonÍris Björk Símonardóttir
2018 – Guðjón Valur SigurðssonÞórey Rósa Stefánsdóttir
2017 – Guðjón Valur SigurðssonÞórey Rósa Stefánsdóttir
2016 – Aron PálmarssonBirna Berg Haraldsdóttir
2015 – Guðjón Valur SigurðssonÍris Björk Símonardóttir
2014 – Guðjón Valur SigurðssonKaren Knútsdóttir
2013 – Guðjón Valur SigurðssonRut Arnfjörð Jónsdóttir
2012 – Aron PálmarssonGuðný Jenný Ásmundsdóttir
2011 – Aron PálmarssonKaren Knútsdóttir
2010 – Alexander PeterssonAnna Úrsúla Guðmundsdóttir
2009 – Ólafur StefánssonHanna Guðrún Stefánsdóttir
2008 – Ólafur StefánssonBerglind Íris Hansdóttir
2007 – Ólafur StefánssonRakel Dögg Bragadóttir
2006 – Guðjón Valur SigurðssonÁgústa Edda Björnsdóttir
2005 – Guðjón Valur SigurðssonBerglind Íris Hansdóttir
2004 – Ólafur StefánssonHrafnhildur Ósk Skúladóttir
2003 – Ólafur StefánssonHrafnhildur Ósk Skúladóttir
2002 – Ólafur StefánssonInga Fríða Tryggvadóttir
2001 – Ólafur StefánssonHarpa Melsteð
2000 – Guðjón Valur SigurðssonHelga Torfadóttir
1999 – Bjarki SigurðssonRagnheiður Stephensen
1998 – Guðmundur HrafnkelssonHerdís Sigurbergsdóttir
1997 – Geir Sveinsson
1996 – Geir Sveinsson
1995 – Geir Sveinsson
1994 – Sigurður Sveinsson
1993 – Guðmundur Hrafnkelsson
1992 – Geir Sveinsson
1991 – Valdimar Grímsson
1990 – Guðmundur Hrafnkelsson
1989 – Þorgils Óttar Mathiesen
1988 – Geir Sveinsson
1987 – Kristján Sigmundsson
1986 – Guðmundur Þ. Guðmundsson
1985 – Þorgils Óttar Mathiesen
1984 – Einar Þorvarðarson
1983 – Brynjar Kvaran
1982 – Kristján Arason
1981 – Sigurður Sveinsson
1980 – Páll Björgvinsson
1979 – Brynjar Kvaran
1978 – Árni Indriðason
1977 – Björgvin Björgvinsson
1976 – Pálmi Pálmason
1975 – Hörður Sigmarsson
1974 – Viðar Símonarson
1973 – Geir Hallsteinsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -