Elín Jóna Þorsteinsdóttir landsliðsmarkvörður og stöllur hennar í danska liðinu Aarhus Håndbold féllu í dag úr dönsku úrvalsdeildinni. Aarhus tapaði fyrir deildarmeisturum Odense Håndbold í lokaumferðinni. Á sama tíma unnu EH Aalborg og Skanderborg Håndbold leiki sína og komust upp fyrir Árósarliðið á hagstæðari stöðu í innbyrðis leikjum. Liðin þrjú enduðu keppni með 12 stig hvert.
Eitt lið fellur úr úrvalsdeildinni og því miður kemur það í hlut Aarhus Håndbold.
Ringköbing, Silkeborg-Veol, Bjerringbro, EH Aalborg og Skanderborg taka þátt í umspilskeppni. Neðsta liðið í þeirri keppni þegar upp verður staðið mætir liði úr næst efstu deild í keppni um sæti í úrvlsdeildinni á næstu leiktíð.
Því miður er tölfræði leiksins í Árósum í dag af skornum skammti og þess vegna ekki ljóst hvernig Elínu Jónu vegnaði í leiknum.
Elín Jóna gekk til liðs við Aarhus Håndbold síðasta sumar eftir eins árs veru hjá EH Aalborg.
Lokastaðan í úrvalsdeild kvenna: