- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Jóna og Steinunn kveðja Vendsyssel

Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Vendsyssel. Mynd/Facebook
- Auglýsing -

Landsliðsmarkvörðurinn Elín Jóna Þorseteinsdóttir og Steinunn Hansdóttir leika ekki með danska liðinu Vendsyssel á næsta keppnistímabili. Félagið greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni á föstudaginn. Eftir því sem næst verður komist hefur Elín Jóna þegar samið við annað félag í Danmörku og verður greint frá því á allra næstu dögum um hvaða lið er að ræða.


Elín Jóna var að ljúka sínu þriðja keppnistímabili hjá Vendsyssel en hún kom til félags frá Haukum sumarið 2018. Hún lék sinn 29. landsleik í Ljubljana í gær þegar íslenska landsliðið tapaði illa fyrir Slóvenum í umspili fyrir heimsmeistaramótið.

Steinunn Hansdóttir kom til Vensdsyssel á síðasta sumri. Mynd/Vendsyssel


Steinunn gekk til liðs við Vendsyssel á síðasta sumri en hún hefur áður leikið með nokkrum dönskum félagsliðum. Óvíst er hvert hugur hennar stefnir næst.

Vendsyssel kom upp í dönsku úrvalsdeildina fyrir ári en féll úr deildinni á dögunum og leikur í 1. deild á næsta keppnistímabili. Talsverð uppstokkun verður á leikmannahópi liðsins fyrir átökin í 1. deildinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -