- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Klara best í deildinni samkvæmt HBStatz

Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum, fór á kostum gegn Fram í kvöld. Mynd/ÁÞG
- Auglýsing -

Elín Klara Þorkelsdóttir leikmaður Hauka er besti leikmaður Olísdeildar kvenna samkvæmt samantekt tölfræðiveitunnar HBStatz. Í samantektinni er litið til allra tölfræðiþátta í 84 leikjum Olísdeildarinnar á keppnistímabilinu sem veitan tekur saman, jafnt í vörn sem sókn.


Elín Klara skoraði 6,5 mörk að jafnaði í leik og var með 59% skotnýtingu. Hún skapaði sex marktækifæri í hverjum leik með Haukum í deildinni, átti fjórar stoðsendingar, vann rúmlega tvö vítaköst í leik, var með nærri fimm löglegar stöðvanir í leik og vann boltann af andstæðingum sínum 1,3 sinnum í leik. Elín Klara er þar með ekki síður útsjónarsöm í vörn en sókn.


Hafdís Renötudóttir, úr Fram, er besti markvörður Olísdeildar kvenna með 41% markvörslu.

Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals, er varnarmaður tímabilsins og Rut Arnfjörð Jónsdóttir KA/Þór er sóknarmaður tímabilsins. Allt er þetta samkvæmt samantekt HBStatz en nánar má skoða tölfræði leikmanna hér fyrir neðan.


Einnig hefur HBStatz tekur saman úrvalslið Olísdeildar kvenna þar sem eingöngu er litið til tölfræðiþátta. Úrvalsliðin eru hér fyrir neðan.


HBStatz hefur haldið utan um tölfræði Olísdeildar karla og kvenna um nokkurra ára skeið í samvinnu við HSÍ og aðildarfélögin.

Auk heimasíðunar góðu er hægt að fylgjast með HBStatz á Facebook og Twitter.

Úrslitakeppni Olísdeildar kvenna hefst mánudaginn 17. apríl.
Hér má sjá leikjadagskrá fyrstu umferðar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -