- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ellefu marka sigur – Ísland er öruggt inn á EM

Leikmenn íslenska landsliðsins fagna sigrinum í Tel Aviv í dag. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið innsiglaði þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu í handknattleik karla með öruggum sigri á landsliði Ísraels, 37:26, í Sports Arena í Tel Aviv í dag. Aldrei lék vafi á hvort liðið færi með sigur úr býtum í leiknum. Ísland var með yfirhöndina frá upphafi til enda. Að loknum fyrri hálfleik var munurinn átta mörk, 19:11. Mestur var munurinn 12 mörk, 26:14, eftir nærri tíu mínútur í síðari hálfleik.


Ísland heldur þar með efsta sæti 3. riðils undankeppninnar með átta stig eftir fimm leiki. Tékkar eru einnig með átta stig og munu fylgja Íslandi inn á EM sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári.


Síðasti leikur íslenska landsliðsins í undankeppninni verður við Eistland í Laugardalshöll á sunnudaginn. Eislendingar töpuðu í dag fyrir Tékkum, 32:30, í Tallin og hafa tvö stig eins og Ísraelsmenn.


Mikilvægt er fyrir íslenska landsliðið að vinna leikinn á sunnudaginn til þess að halda efsta sæti riðilsins og eiga þar með betri möguleika á verða í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verið í riðla aðalkeppninnar í Düsseldorf 10. maí.

Staðan í riðlinum:

Ísland5401155:1138
Tékkland5401133:1178
Eistland5104135:1572
Ísrael5104123:1592


Leikur íslenska landsliðsins var heilt yfir öflugur í dag gegn andstæðingi sem var vitað að væri mun lakari. Varnarleikurinn traustur og markvarsla Viktors Gísla Hallgrímssonar frábær, eða liðlega 40%.


Allir 16 leikmenn íslenska liðsins komu við sögu í dag og ellefu þeirra skoruðu, þar á meðal nýliðinn Þorsteinn Leó Gunnarsson. Hann skoraði 34. mark Íslands þegar tvær mínútur og 50 sekúndur voru til leiksloka.


Mörk Íslands: Kristján Örn Kristjánsson 8, Elvar Örn Jónsson 5, Sigvaldi Björn Guðjónsson 5/1, Teitur Örn Einarsson 5, Bjarki Már Elísson 4/1, Janus Daði Smárason 4, Elliði Snær Viðarsson 2, Gísli Þorgeir Kristjánsson 1, Stiven Tobar Valencia 1, Þorsteinn Leó Gunnarsson 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 15, 40,5% – Björgvin Páll Gústavsson 2, 33,3%.

Mörk Ísraels: Snir Natsia 7, Yonatan Dayan 6, Daniel Mosindi 3, Tomer Bodenheimer 3, Ram Turkenitz 2, Guy Gera 2, Lior Gurman 2, Alon Oberman Etzion 1.
Varin skot: Yahav Shamir 5, 25% – Tom Shem Tov 3, 16%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -