- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær með fjögur í uppgjöri toppliðanna

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Mynd Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur með, tapaði með sjö marka mun á útivelli fyrir HSV Hamburg í viðureign toppliðanna í 2. deild í kvöld. Þetta var annar tapleikur Gummersbach í röð í deildinni.
Lið HSV Hamburg var mun sterkara í leiknum í kvöld og hafði yfirhöndina frá upphafi. Átta mörkum munaði að loknu fyrri hálfleik, 17:9.

Elliði Snær skoraði fjögur mörk í fimm skotum og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.


Staðan í deildinni:
HSV Hamburg 35(20), Gummersbach 29(19), N-Lübbecke 27(18), Lübeck-Schwartau 24(19), Dormagen 23(18), Elbflorenz 22(19), Aue 20(17), Grosswallstadt 19(20), Dessauer 17(19), Eisenach 17(20), Huttenberg 17(20), Hamm-Westfalen 16(17), Bietigheim 16(17), Rimpar 16(19), Wilhelmshavner 14(20), Ferndorf 12(17), Konstanz 11(18), Emsdetten 11(19), Fürstenfeldbruck 10(20).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -