- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær og Guðjón Valur í efsta sætið á ný

Elliði Snær Viðarsson er að gera það gott með Gummersbach í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, endurheimti efsta sæti þýsku 2. deildarinnar í handknattleik karla í kvöld með öruggum sigri á Grosswallstadt í rimmu þessara fornfrægu félaga á heimavelli Gummersbach í kvöld, 35:27.


Elliði Snær Viðarsson var að vanda í stóru hlutverki hjá Gummersbach, jafnt í vörn sem sókn. Hann skoraði fjögur mörk í fimm skotum af línunni og var aðsópsmikill í vörninni.


Hákon Daði Styrmisson var ekki með vegna meiðsla. Hann sleit krossband skömmu fyrir áramót og verður af þeim sökum ekki meira með á keppnistímabilinu.


Ungverjinn Martin Nagy, sem varð Íslandsmeistari með Val á síðustu leiktíð, stóð í marki Gummersbach í liðlega tíu mínútur að þessu sinni og varði ekki skot.


Gummersbach var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik og gaf ekki þumlung eftir í síðari hálfleik. Liðið hefur þar með 36 stig í efsta sæti þegar 23 leikir eru að baki. Nordhorn hafði hreiðrað um sig í efsta sætinu eftir leiki helgarinnar með 36 stig en hefur leikið einum leik fleira. Framundan er áframhaldandi slagur liðanna um efsta sætið. Önnur lið er nokkuð á eftir og þarf talsvert að koma til svo þau blandi sér í slaginn um tvö efstu sætin sem veita flutningsrétt upp í 1. deild.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -