- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elliði Snær sá rautt í Kiel

Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður og liðsmaður Gummersbach. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

THW Kiel er komið á kunnuglegar slóðir í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Lið félagsins settist í efsta sæti deildarinnar í dag í framhaldi af fjögurra marka sigri á Gummersbach, 30:26, í Schwalbe Arena í Gummersbach. Kiel, sem er sigursælasta lið þýska handknattleiksfélag Þýskalands á síðari árum, komst stigi upp fyrir Füchse Berlin sem hefur setið í efsta sæti deildarinnar svo mánuðum skiptir.

Gekk vasklega fram

Elliði Snær Viðarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gummersbach. Hann gekk ennfremur vasklega fram við varnarleikinn og var vísað af leikvelli í þrígang, í síðasta sinn þegar ríflega 15 mínútur voru til leiksloka. Elliði Snær var ekki eini leikmaður Gummersbach sem fékk rautt spjald í leiknum. Miro Schluroff fékk beint rautt spjald þremur mínútum á eftir Eyjamanninum.

Hákon Daði Styrmisson skoraði eitt mark fyrir Gummersbach, Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins en það er í 12. sæti af 18 liðum þegar níu umferðir eru eftir óleiknar.


Niclas Ekberg skoraði sjö mörk fyrir Kiel og var markahæstur. Likas Blohme var markahæstur hjá Gummersbach með fimm mörk.


Hannover-Burgdorf hafði betur í heimsókn sinni til Leipzig, 31:29. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf sem er í sjötta sæti deildarinnar eftir gott tímabil. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig en liðið saknar mjög Viggós Kristjánssonar sem er fjarverandi vegna meiðsla.


Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer sem tapaði með níu marka mun í heimsókn til Göppingen, 37:28.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -