- Auglýsing -
- Auglýsing -

Meistararnir misstu af möguleikanum á efsta sæti

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg. Mynd/IHF
- Auglýsing -

Þýska meistaraliðið SC Magdeburg missti af tækifæri til að setjast í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar í dag þegar liðið náði jafntefli við MT Melsungen, 27:27, í viðureign liðanna sem fram fór í Kassel. Kay Smits jafnaði metin fyrir Magdeburg á síðustu sekúndu úr vítakasti sem Gísli Þorgeir Kristjánsson vann.


Melsungen var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16:13. Staðan jafnaðist fljótlega í síðari hálfleik svo úr varð hnífjafn og æsilega spennandi leikur.


Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk fyrir Magdeburg og gaf tvær stoðsendingar.


Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk í leiknum en var ekki með miðið vel stillt því fimm skot geiguðu. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark að þessu sinni.


Fjórir leikir standa yfir í þýsku 1. deildinni þessa stundina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -