- Auglýsing -
Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins Gummersbach verður frá keppni í einhverjar vikur. Elliði Snær tognaði á liðbandi á innanverðu á vinstra hné í síðari hálfleik í viðureign Gummersbach og MT Melsungen í fyrri viðureign liðanna í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöld.
Einn leikmanna Melsungen mun hafa skrikað fótur í hita leiksins og fallið á Elliða Snær með þeim afleiðingum að högg kom á vinstra hné.
Gummersbach tilkynnti í dag, eftir læknisskoðun, að Elliði Snær verði frá keppni næstu vikur.
Elliði Snær var frá keppni í nóvember og framundir jól vegna annarra meiðsla í hné.
- Auglýsing -