- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Elmar setti deildarmet

- Auglýsing -

Elmar Erlingsson setti deildarmet á leiktíðinni í 2. deild þýska handknattleiksins á laugardaginn þegar hann gaf 10 stoðsendingar í sigurleik Nordhorn-Lingen á HSC 2000 Coburg, 30:26.

Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í leik á keppnistímabilinu. Um draumaleik var að ræða hjá Eyjapeyjanum því hann skoraði einnig sjö mörk. Átti hann þar með hluta að máli í meira en helmingi marka liðsins í leiknum, 17 af 30.

Elmar er í sjötta sæti á skrá yfir þá sem hafa átt flestar stoðsendingar á keppnistímabilinu, alls 36 sendingar í 11 leikjum, auk 37 marka.

Nordhorn-Lingen er í 8. sæti deildarinnar með 13 stig að loknum 11 leikjum.

Áfram tapa Blær og félagar – Elmar kom að 17 mörkum í sigurleik

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -