- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar og Ágúst Elí tylltu sér á toppinn

Ágúst Elí Björgvinsson, markvörður Ribe-Esbjerg í Danmörku og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Ásgeirsson átti fínan leik með Ribe-Esbjerg á heimavelli í dag þegar liðið vann KIF Kolding í annarri umferð dönsku úrvalsdeildarinnar, 34:28. Elvar skorað sex mörk úr sjö tilraunum og varð næst markahæstur. Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot, 33%, en hann stóð annan hálfleikinn í marki Ribe-Esbjerg sem unnið hefur tvo fyrstu leiki sína í deildinni og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar.

Fyrsti sigur Arnórs

Arnór Atlason þjálfari Team Tvis Holstebro stýrði í dag liði sínu til fyrsta sigursins í deildinni eða bikarkeppninni eftir að hann tók við þjálfun í sumar. Team Tvis Holstebro vann Ringsted á heimavelli, 34:33.

Tap eftir tvo sigra

Eftir tvo sigurleiki, annan í deildinni og hinn í bikarkeppninni, varð Halldór Jóhann Sigfússonar að bíta í það súra epli að sjá sína menn í Nordsjælland tapa fyrir Bjerringbro/Silkeborg, 34:28, í Silkeborg.

Danski landsliðsmaðurinn Rasmus Lauge sem flutti heim í sumar skoraði fimm mörk og átti sex stoðsendingar fyrir Bjerringbro/Silkeborg í leiknum. Hann náði sér engan veginn á strik í fyrsta leik með liðinu um síðustu helgi gegn Fredericia HK.

Annað stigið á síðustu stundu

Lærisveinar Guðmundar Þórðar Guðmundssonar í Fredericia HK jöfnuðu metin á elleftu stundu og tryggðu sér jafntefli við Lemvig, 27:27, í heimsókn til Lemvig. Kristian Stoklund jafnaði metin fyrir Fredericia úr vítakasti eftir að leiktíminn var úti.

Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK, er ennþá frá keppni vegna meiðsla.

Úrslitin verða að teljast nokkuð óvænt. Lemvig steinlá í fyrstu umferð á meðan Fredericia vann Bjerringbro/Silkeborg.
Skjern og Skanderborg Aarhus skildu jöfn í Skjern, 27:27.

Meistarar GOG, sem töpuðu fyrir Ribe-Esbjerg í fyrstu umferð, náðu aðeins jafntefli við SønderjyskE, 32:32, á útivelli í gær.

Mors Thy og Aalborg ljúka annarri umferð annað kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -