- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn, Arnar Freyr og félagar í annað sæti á ný

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson leikmenn MT Melsungen. Mynd/MT Melsungen
- Auglýsing -

MT Melsungen með landsliðsmennina Arnar Frey Arnarsson og Elvar Örn Jónsson innanborðs gaf ekki annað sæti þýsku 1. deildarinnar eftir til Evrópumeistara SC Magdeburg nema í rúman sólarhring. Melsungen er komið á sinn stað á nýjan leik eftir að hafa unnið HC Erlangen á heimavelli í kvöld, 32:25, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:13.

Füchse Berlin er sem fyrr efst með 18 stig eftir níu leiki. Melsungen er tveimur stigum á eftir.


Elvar Örn Jónsson lék enn einu sinni einkar vel fyrir MT Melsungen. Hann skorað sex mörk í átta skotum og gaf þrjár stoðsendingar, ef marka má kokkabækur þýsku 1. deildarinnar.

Arnar Freyr Arnarsson spilaði einnig vel úr sínum tækifærum í leiknum. Hann skoraði úr báðum markskotunum og átti einnig eina stoðsendingu. Arnari Frey var aldrei vikið af leikvelli. Sömu sögu er að segja um Selfyssinginn Elvar Örn.


Timo Kastening skoraði 9 mörk og var markahæstur hjá MT Melsungen. Simon Jeppsson skoraði einnig níu mörk við Erlangen.

Erlangen-liðið situr í 15. sæti af 18 í deildinni. Liðinu tókst að minnka muninn í tvö mörk um miðjan síðari hálfleik áður en Elvar Örn, Arnar Freyr og samherjar slógu í klárinn á ný.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni og fleiri deildum í evrópskum handknattleik er hægt að nálgast hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -