- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn framlengir dvölina hjá Melsungen

Elvar Örn Jónsson heldur tryggði við MT Melsungen fram til ársins 2025. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson landsliðsmaður í handknattleik hefur skrifað undir nýjan samning við þýska 1. deildarliðið MT Melsungen. Samningurinn gildir fram á mitt árið 2025 en fyrri samningur Selfyssingsins við félagið gengur út um mitt næsta ár.

Lið voru með Elvar undir smásjá

Í tilkynningu MT Melsungen segir að afar mikil ánægja ríki með veru Elvars Arnar hjá félaginu. Hann sé í burðarhlutverki. Þess vegna hafi verið lögð þung áhersla á að halda honum með öllum tiltækum ráðum. Nokkur lið hafi verið með Selfyssinginn í sigtinu, þar á meðal lið í Meistaradeild Evrópu.


Elvar Örn kom inn í lið Melsungen á ný í byrjun þessa mánaðar eftir að hafa jafnað sig af erfiðum meiðslum í öxl sem hann varð fyrir í landsleik um miðjan apríl. Elvar Örn tók ríkan þátt í landsleikjunum tveimur á dögunum, gegn Ísrael og Eistlandi í undankeppni EM.

Bestur hér heima

Elvar Örn er 25 ára gamall og var kjölfesta í Íslandsmeistaraliði Selfoss vorið 2019 og var m.a. valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninni um vorið og besti leikmaður Olísdeildarinnar tvö ár í röð, 2018 og 2019. Sumarið 2019 gekk Elvar Örn til liðs við Skjern í Danmörku og var þar í tvö ár áður en hann tók stökkið yfir landamærin til Þýsklands og gekk til liðs við Melsungen.


Síðan snemma árs 2018 hefur Elvar Örn verið fastamaður í íslenska landsliðinu, leikið síðan 54 landsleiki og tekið þátt í öllum stórmótum frá og með HM 2019.


Elvar Örn verður í eldlínunni í dag á heimavelli þegar Melsungen fær Wetzlar í heimsókn í áttundu umferð þýsku 1. deildarinnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -