- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn kveður með bronsverðlaunum

Elvar Örn Jónsson í leik með Skjern. Mynd/Skjern
- Auglýsing -

Elvar Örn Jónsson og samherjar í Skjern unnu bronsverðlaun í dönsku bikarkeppninni í handknattleik í dag. Þeir lögðu GOG, með Viktor Gísla Hallgrímsson landsliðsmarkvörð innanborðs, 31:26, í úrslitaleik um bronsið í Jyske Bank Boxen íþróttahöllinni í Herning. GOG var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.


Elvar og félagar voru sterkari í síðari hálfleik. Þeir náðu forysti snemma í hálfleiknum og héldu henni til enda. Sigurinn var aldrei í verulegri hættu.
Viktor Gísli náði sér ekki á strik í leiknum. Hann varði þrjú skot þann tíma sem hann stóð í marki liðsins Sören Haagen leysti Viktor Gísla af en Haagen lék í dag sinn síðasta leik fyrir félagið orðin 46 ára gamall.


Elvar Örn kveður nú Skjern eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Hann lék afar vel í leiknum og skoraði m.a. fimm mörk og átti tvær stoðsendingar.


Þetta var líka síðasti leikur hins reynda danska handknattleiksmanns, Anders Eggert. Hann leggur nú skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril 39 ára gamall. Eggert hefur leikið með Skjern síðustu fjögur á en var 11 ár þar á undan í herbúðum Flensburg í Þýskalandi. Alls lék Eggert 160 landsleiki fyrir Dani frá 2003 til 2017 og skoraði í þeim 581 mark.


Eins lék Norðmaðurinn Bjarte Myrhol sinn síðasta félagsliðaleik í dag eftir nokkurra ára veru hjá Skjern. Hann ætlar að hætta eftir Ólympíuleikana í Japan í næsta mánuði en Myrhol, sem er jafngamall Eggert, er í norska landsliðinu sem tekur þátt í leikunum.


Síðar í dag mætast Aalborg Håndbold og Mors Thy í úrslitaleik bikarkeppninnar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -