- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn og Elliði Snær minntu strax á sig – myndskeið

Elvar Örn Jónsson, Arnar Freyr Arnarsson og Elliði Snær Viðarsson komu allir við sögu í þýsku 1. deildinni í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Það skiptust á skin og skúrir hjá íslenskum handknattleiksmönnum í Þýskalandi í dag í leikjum þeirra með liðum sínum í fyrstu umferð deildarinnar. Elvar Örn Jónsson fór á kostum með MT Melsungen í 10 marka sigri á heimavelli á Göppingen, 29:19.


Elliði Snær Viðarsson átti einnig framúrskarandi leik með Gummersbach þegar liðið hóf leiktíðina með góðum sigri á Lemgo í Schwalbe Arena í Gummersbach, 30:27. Nýliðar Balingen-Weilstetten með Odd Gretarsson og Daníel Þór Ingason innanborðs átti á brattann að sækja þegar meistarar THW Kiel komu í heimsókn. Lokatölur 36:25, fyrir Kiel-liðið.

Átta mörk – sex stoðsendingar

Elvar Örn kemur öflugur til leiks á nýju tímabili eftir að hafa átt í meiðslum á endasprettinum í vor og verið frá keppni. Hann skoraði átta mörk og átti sex stoðsendingar fyrir MT Melsungen í sigrinum á Göppingen. Aðeins eitt markskota Selfyssingsins missti marks. Hann var markahæstur ásamt hornamanninum Timo Kastening. Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki mark í dag og virtist lítið hafa verið með.

Ekki vikið af leikvelli

Elliði Snær skoraði sjö mörk í 10 skotum og var markahæstur hjá Gummersbach auk þess að verja eitt skot í vörninni þegar lærisveinar þjálfara ársins 2023, Guðjóns Vals Sigurðssonar, lögðu Lemgo á heimavelli að viðstöddum liðlega 4.000 áhorfendum, 30:27. Elliða Snæ var aldrei vikið af leikvelli en hann er þekktur fyrir að gefa ekkert eftir í vörninni. Lemgo var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12.

Hákon Daði Styrmisson hornamaður Gummersbach kom lítið sem ekkert við sögu sem er í takti við undirbúningstímabilið þegar oft fór lítið fyrir pilti.

Oddur og Daníel Þór

Oddur Gretarsson skorað fjögur mörk, þar af tvö úr vítaköstum, í ellefu marka tapi nýliða Balingen-Weilstetten fyrir THW Kiel á heimavelli, 36:25. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark né var vikið af leikvelli.

Elias fór byrjaði afar vel

Eric Johansson skoraði níu mörk fyrir Kiel og Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagötu lék afar vel í sínum fyrsta leik á ferlinum í þýsku 1. deildinni. Hann skoraði sjö mörk í átta skotum og átti eina stoðsendingu. Elias geigaði aðeins á einu skoti.

Hér fyrir neðan er samantekt úr leikjunum þremur:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -