Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon voru markahæstir með sjö mörk hvor hjá Evrópumeisturum SC Magdeburg þegar liðið vann Bergischer HC á heimavelli, GETEC Arena, í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 39:30, í dag. Auk sjö marka gaf Ómar Ingi sjö stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson gaf einnig sjö stoðsendingar en skoraði eitt mark.
Með sigrinum færðist SC Magdeburg upp í annað sæti deildarinnar, aðeins stigi á eftir Flensburg sem lagði THW Kiel, 36:34, í gær. Flensburg er með 14 stig að loknum átta leikjum. Kiel er í þriðja sæti með sama stigafjölda og Magdeburg. Evrópumeistararnir eiga leik inni á Flensburg og Kiel og einnig á Gummersbach sem situr í fjórða sæti með 12 stig.
Bergischer, sem Arnór Þór Gunnarsson þjálfar ásamt Markus Pütz var þremur mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 19:16. Bergischer er í næst neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar með tvö stig en liðið vann sinn fyrsta leik í deildinni á miðvikudagskvöld á Wetzlar.
Eloy Morante Maldonado var markahæstur leikmanna Bergischer HC með átta mörk.
Staðan: