- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn var allt í öllu þegar Melsungen endurheimti efsta sætið

Elvar Örn Jónsson leikmaður Melsungen og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Landsliðsmaðurinn í handknattleik frá Selfossi, Elvar Örn Jónsson, var allt í öllu hjá MT Melsungen í gær þegar liðið endurheimti efsta sæti þýsku 1. deildarinnar með sigri á grannliðinu, Wetzlar, 29:27, í Buderus Arena í Wetzlar. Elvar Örn var markahæstur hjá Melsungen með átta mörk og gaf auk þess þrjár stoðsendingar.


Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir MT Melsungen en David Mandic var næst markahæstur á eftir Elvari Erni.

MT Melsungen er efst í deildinnni með 22 stig þegar 13 leikir eru að baki. Hannover-Burgdorf hefur einnig 22 stig. Füchse Berlin og Flensburg eru þar á eftir með 19 stig hvort, Berlínarliðið á leik til góða gegn meisturum SC Magdeburg í Berlín í dag.

Fimm leikir í dag

Fimm leikir eru á dagskrá þýsku deildarinnar í dag. Meðal leikja auk viðureignar Füchse Berlin og Magdeburg er að Ýmir Örn Gíslason og liðsmenn Göppingen taka á móti Lemgo, Gummersbach fær Erlangen í heimsókn og Leipzig sækir HSV Hamburg heim.

Stöðuna í þýsku 1. deildinni er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -