- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elvar Örn var ekki með í sigurleik vegna meiðsla

Elvar Örn Jónsson leikmaður Melsungen og íslenska landsliðsins. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Elvar Örn Jónsson lék ekki með MT Melsungen í kvöld vegna meiðsla þegar liðið vann Göppingen, 29:25, á útivelli í síðasta leik liðanna á árinu í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann mun hafa tognað á læri eftir því sem handbolti.is kemst næst. Ekki liggur fyrir hvort um alvarleg tognun er að ræða. Elvar Örn er í íslenska landsliðinu sem kemur saman til æfinga 2. janúar fyrir heimsmeistaramótið.


Arnar Freyr Arnarsson var aftur á móti galvaskur í leiknum í kvöld og skoraði tvö mörk. Sigurinn tryggði Melsungen fjögurra stiga forskot í efsta sæti þýsku 1. deildarinnar þegar hlé verður gert á keppni fram í byrjun febrúar vegna heimsmeistamótsins í handknattleik karla sem hefst 14. janúar í Danmörku, Króatíu og Noregi.

Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Göppingen og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur í hvort skiptið.


Timo Kastening og David Mandic skoruðu fimm mörk hvor fyrir Melsungen og voru markahæstir. Ludvig Hallbäck var markahæstur hjá Göppingen með átta mörk.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -