- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM 2024 sló fyrri met – yfir milljón áhorfendur

Evrópumót kvenna verður haldið í fimm löndum árið 2026. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Hið bjartsýna takmark sem Handknattleikssamband Evrópu (EHF) og þýska handknattleikssambandið (DHB) settu sér um að selja yfir eina milljón aðgöngumiða á Evrópumótið í handknattleik karla 2024, náðist og vel það. Alls seldust 1.008.660 þúsund aðgöngumiðar á leikina 65 sem fóru fram.

Frábær miðasala var á riðlakeppnina, 98% aðgöngumiða seldust en hlutfallið var um 94% á milliriðlakeppnina. Þetta er í fyrsta sinn sem yfir ein milljón áhorfenda mætir á kappleiki Evrópumóts karla. Fyrra met var um 550 þúsund. Aðsóknarmetið á HM er um 902 þúsund en leikir HM er mun fleiri en á EM.

Stærsta handboltamót sögunnar

Aldrei í sögu EM hefur verið leikið í stærri keppnishöllum en að þessu sinni. Ólympíuhöllin í München var minnsta höllin sem leikið var í. Hún rúmar liðlega 12 þúsund áhorfendur. Uppselt var á fimm leikdaga af sex en tveir riðlar fór fram í München.

„Þetta er langstærsta handboltamót sem farið hefur fram og stemningin hefur aldrei verið betri,“ sagði Michael Wiederer forseti EHF glaður í bragði á blaðamannfundi í Köln á laugardaginn.

Íslendingar skemmtu sér vel á leikjunum í München og í Köln. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Þúsundir erlendra gesta

Nefndi Wiederer sem dæmi að stórkostlegt hafi verið að vera vitni að því að yfir 13 þúsund áhorfendur hafi verið á leik Georgíu og Bosníu í SAP-Arena í Mannheim þrátt fyrir hve fáir íbúar þessara landa hafi komið til Þýskalands. Þúsundir Íslendinga, Færeyinga, Tékka og Króata hafi komið til Þýskalands. Erlendir gestir hafa aldrei verið fleiri.

HM 2027 verður í Þýskalandi

Wiederer forseti EHF sagði í gamansömum tón á fyrrgreindum blaðamannafundi að rétt væri að velta því fyrir sér hvort að Þýskaland vildi taka að sér að vera gestgjafi EM með reglulegu millibili. Þess má geta að ekki er langt í næsta stórmót í handbolta í Þýskalandi því HM karla verður haldið í landinu eftir þrjú ár.

Heimsmet í Düsseldorf

Kirsuberið á rjómabolluna var heimsmetsaðsókn þegar 53.585 áhorfendum lögðu leið sína á leik Þýskalands og Sviss á fótboltavöllinn í Düsseldorf 10. janúar.

Allstaðar aukinn áhugi

Til viðbótar var áhorf á leikina í sjónvarpi meira en nokkru sinni fyrr víðast hvar í Evrópu. M.a. sáu nærri 10 milljónir Þjóðverja viðureign Þýskalands og Danmerkur í undanúrslitum á föstudaginn. Aðsókn að efni mótsins á samfélagsmiðlum var í takti við annað. Öll fyrri met voru sprengd.

Ljóst er að það verður mikil áskorun fyrir Dani, Norðmenn og Svía að halda EM karla eftir tvö ár.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -