- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Allir vindur úr Króötum og Frakkar leika til úrslita

Fyrrverandi þjálfari franska kvennalandsliðsins Olivier Krumbholz. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ríkjandi Evrópumeistarar Frakka leika til úrslita á Evrópumótinu í handknattleik kvenna í Danmörku á sunnudaginn. Þeir unnu spútnik-lið Króata öruggalega í fyrri undanúrslitaleik mótsins í kvöld, 30:19.

Leikurinn í Jyske Bank Arena var aldrei spennandi. Greinilegt er að spennufall hefur orðið í króatíska hópnum eftir frábært gengi í síðustu leikjum mótsins sem hefur orðið til þess að það hefur náð sögulegum árangri. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu Frakka sem léku frábæra vörn og keyrðu svo miskunnarlaust í bakið á króatísku leikmönnum.

Tíu marka munur varð að loknum fyrri hálfleik, Frökkum í vil, 15:5. Aldrei í sögu úrslitakeppni EM hefur lið skorað færri mörk í fyrri hálfleik en Króatar að þessu sinni.


Króatar freistuðu þess að gera áhlaup í upphafi síðari hálfleiks og tókst að minnka muninn niður í átta mörk, 17:9. Lengra komust þær ekki enda kom á daginn að franska liðið var ekki reiðbúið að slaka á klónni. Alls töpuðu Króatar boltanum átján sinnum í leiknum.


Síðari undanúslitaleikur EM kvenna hefst klukkan 19.30. Í honum mætast Danir og Norðmenn. Sigurlið þess leiks mætir Frökkum í úrslitaleik á sunnudaginn klukkan 17. Tap liðið mætir Króötum í leik um bronsið kl. 14.30.


Mörk Frakklands: Grace Zaadi 4, Kalidiatou Niakate 4, Estelle Nze Minko 4, Alexandra Lacrabere 4, Siraba Dembele 3, Meline Nocandy 2, Chloe Valentini 2, Oceane Ugolin 2, Laura Flippers 2, Pauletta Fippa 2, Aissatou Niakate 1.
Varin skot: Cleopatre Darleux 8, Amandine Leynaud 3.
Mörk Króatíu: Dora Krsnik 3, Katarina Jezic 3, Valentina Blazevic 3, Camilla Micijevic 2, Dejana Milosavljevic 2, Andrea Simara 2, Ana Debelic 2, Marijeta Vidak 1, Larissa Kalaus 1.
Varin skot: Tea Pijevic 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -