- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Danir halda í vonina

Landslið Danmerkur og Svíþjóðar verða í eldlínunni á EM kvenna í kvöld. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Áfram verður leikið í kvöld á Evrópumóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Tveir leikir verða á dagskrá í milliriðli eitt. Landslið heimamanna leikur síðari leikinn, sem hefst klukkan 19.30, og mætir landsliði Spánar, sem lék til úrslita á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Japan fyrir ári. Spænska liðið á enga möguleika að komast í undanúrslit mótsins.
Danir halda enn í vonina um sæti í undanúrslitum. Til þess verða þeir að treysta á að Frakkar en ekki síst Rússar misstigi sig í lokaumferðinni á þriðjudag. Áður en að því kemur verður danska liðið að vinna sinn leik í dag. Spánverjar eru sýnd veiði en ekki gefin.

Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 17.15 og verður á milli landsliða Svartfellinga og Svía. Þar verður fyrst og fremst leikið upp á heiðurinn þar sem bæði lið eru úr leik í baráttu um verðlaun á mótinu.

Leikir dagsins í tímaröð:
Svartfjallaland – Svíþjóð, kl. 17.15 – sýndur á RÚV2.
Danmörk – Spánn, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.

Úrslit annarra leikja í milliriðli 1:
Svartfjallaland – Rússland, 23:24
Frakkland – Spánn, 26:25
Frakkland – Rússland, 28:28
Danmörk – Svíþjóð, 24:22

Úrslit leikja í milliriðli 2:
Króatía – Rúmenía, 25:20
Holland – Noregur, 25:32
Ungverjaland – Þýskaland, 25:32
Króatía – Noregur, 25:36

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -