- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Evrópumeistararnir lögðu stein í götu Dana

Franska landsliðið kom vel stemt til leiks í Jyske Bank Boxen í kvöld. Mynd/ Anze Malovrh / kolektiffimages
- Auglýsing -

Hinn léttleikandi sóknarleikur Dana lenti á vegg í þessum leik gegn Frökkum þar sem að þær frönsku tryggðu sér enn einn sigurinn, þann þriðja í röð á þessu móti.Sigurinn gerir það að verkum að Frakkar vinna riðilinn og fara áfram með fjögur stig en Danir lenda í öðru sæti og fara áfram í milliriðilinn með tvö stig. Svartfellingar hafna í þriða sæti og fara stigalausir í milliriðil en keppni í honum hefst á fimmtudaginn.

Frakkland – Danmörk 23:20 (12-11)

  • Það var mikil úrslitaleiksbragur á þessum leik í byrjun þar sem bæði lið sýndu afburðarvarnarleik og eftir tíu mínútna leik var staðan 4-4.
  • Liðin skiptust sjö sinnum á að hafa forystu í fyrri hálfleik þar sem mörkin komu á færibandi og eftir tuttugu og tveggja mínútna leik var staðan 10-10 en þá kom algjört frost í markaskorun og þá sérstaklega hjá Dönum.
  • Mestu munaði um leikhléið sem Oliver Krumbholz þjálfari Frakka tók þegar um sjö mínútur voru eftir og kom með smá áherslubreytingar á varnarleiknum sem gerði það að verkum að Danir skoruðu ekki mark síðustu 7 mínúturnar í fyrri hálfleik og Frakkar fóru með eins marks forystu 12-11 inní hálfleikinn.
  • Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og komust fjótt í þriggja marka forystu 14-11 og þá forystu létu þær aldrei af hendi og sigldu nokkuð þægilegum þriggja marka sigri 23-20 í höfn og sigra því A-riðillinn.
  • Oliver Krumbholz þjálfari Frakka ákvað kalla Orlane Kanor inní hópinn fyrir þennan leik og hún þakkaði honum traustið með því að skora 5 mörk og var markahæst ásamt Grace Zaadi.
  • Það er ekki að ástæðulausu að Frakkar eru taldir með eitt besta markvarðaparið í þessu móti. Amandine Leynaud stóð vaktina í markinu í dag og varði 13 skot af þeim 33 sem hún fékk á sig sem er 39% markvarsla og þá kom Cleopatre Darleux inná í 3 víti og varði þau öll. Þannig samtals vörðu þær 16 af þeim 36 skotum sem þær fengu á sig sem gerir 44% markvörslu
  • Með þessum sigri unnu þær sinn sjötta leik í röð á EM og jöfnuðu þar með metið sitt sem þær settu á árunum 2010-2012.

Mörk Frakklands: Orlane Kanor 5, Grace Zaadi 5, Pauletta Foppa 3, Pauline Coatanea 2, Aissatou Kouyate 2, Alexandra Lacrabere 2, Chloe Valentini 1, Siraba Dembele 1, Oceane Sercien 1, Laura Flippes 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 13, Cleopatre Darleux 3.
Mörk Danmerkur: Kristina Jörgensen 4, Mia Bidstrup 4, Anne Mette Hansen 4, Mette Tranborg 3, Larke Pedersen 2, Trine Jensen 2, Line Haugsted 1.
Varin skot: Sandra Toft 6, Althea Reinhardt 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -