- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Frakkar eru komnir áfram

Leikmenn franska landsliðsins fagna dátt. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkar eru eru með eitt besta varnarlið heims og það sýndu þær svo sannarlega í fyrri hálfleiknum þegar þær fengu aðeins á sig 6 mörk. Frakkar sem eru ríkjandi Evrópumeistara eru nú komnar með farseðilinn í milliriðlakeppnina en það er allt útlit fyrir að þetta verði fimmta mótið í röð sem Slóvenar fara heim eftir riðlakeppnina.

Slóvenía – Frakkland 17:27 (6:12)

  • Eftir 5 mínútna leik var staðan 3-2 fyrir Frökkum en þá fór allt í baklás hjá Slóvenum og þær frönsku breyttu stöðunni í 9-2.
  • Það liðu 12 mínútur og 21 sekúnda á milli marks númer 2 og marks númer 3 hjá Slóvenum.
  • Sóknarnýting Slóvena í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings en þær skoruðu aðeins 6 mörk úr þeim 21 skoti sem þær tóku á markið sem er 29% sóknarnýting. Það gekk öllu betur hjá Frökkum að nýta sínar sóknir en þær skoruðu 12 mörk úr þeim 17 skotum sem þær tóku sem skilaði þeim í 67% sóknarnýtingu.
  • Slóvenar virkuðu aðeins hressri í upphafi seinni hálfleiks og náðu að minnka munin í 15-10 en þar með var sagan  öll hjá þeim og eftir 15 mínútna leik í seinni hálfleik var staðan 20-12.
  • Þríeykið hjá slóvenska liðnu olli vonbrigðum annan leikinn í röð. Ana Gros skoraði 4 mörk úr 11 tilraunum, Tjasa Stanko skoraði 2 mörk úr 5 tilraunum og Elizabeth Omoregie skoraði 1 mark úr 4 tilraunum.
  • Markmannsteymi Frakka sem er eitt það besta í heimi stóð fyrir sínu í þessum leik en þær vörðu samtals 13 skot af þeim 30 skotum sem þær fengu á sig. Amandine Leynaud varði 8 þeirra en Cleopatre Darleux varði 5 skot.
  • Estelle Nze Minko var valinn maður leiksins að þessu sinni en hún skoraði 7 mörk úr 9 skotum ásamt því að vera öflug í varnarleik liðsins.
  • Þetta var fimmti sigur Frakka í röð á EM og eru þær núna bara einum sigri frá því að jafna metið sitt sem þær settu á árunum 2010-2012.
  • 17 mörk er næst minnsta markaskor í sögu Slóvena á EM en það minnst sem þær hafa skorað er 16 mörk og það gerðu þær á móti Noregi á EM 2010.

Mörk Slóveníu: Ana Gros 4, Barbara Lazovic 4, Tjasa Stanko 2, Nina Zulic 2, Ziva Copi 2, Valentina Klemencic 1, Elizabeth Omoregie 1, Maja Svetik 1.
Varin skot: Branka Zec 7, Amra Pandzic 2, Maja Vojnovic 1.
Mörk Frakklands:
Estelle Nze Minko 7, Alexandra Lacrabere 7, Pauline Coatanea 2, Grace Zaadi 2, Aissatou Kouyate 2, Oceane Sercien 2, Pauletta Foppa 2, Chloe Valentine 1, Siraba Dembele 1, Laura Flippes 1.
Varin skot: Amandine Leynaud 8, Cleopatre Darleux 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -