Evrópumót 19 ára landsliða kvenna í handknattleik hefst í Podgorica í Svartfjallalandi á miðvikudaginn. Íslenska landsliðið verður eitt 24 liða sem tekur þátt í mótinu, eins og handbolti.is hefur áður greint frá. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu vikur og í nótt leggur liðið af stað áleiðis til Podgorica. Áætlað er að koma á áfangastað annað kvöld, síðla mánudags.
Í gær fór síðasta æfing 19 ára landsliðsins fram í Víkinni en þar hefur liðið æft í sumar. Góð stemmning var í hópnum og allir leikmenn eru klárir í bátana. Liðið hefur leik á miðvikudaginn gegn sterku liði Dannmerkur sem vann silfur á HM í Kína í fyrra og einnig á EM í Svartjallandi fyrir tveimur árum í þessum aldursflokki, þá 17 ára.
Daginn eftir verður röðin komin að leik við Litáen áður en kemur að viðureign við Svartfellinga laugardaginn 12. júlí. Hvað tekur við að riðlakeppninni lokinni skýrist af úrslitum leikjanna í riðlakeppninni.

Markmenn:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Valur.
Ingunn María Brynjarsdóttir, ÍR.
Aðrir leikmenn:
Ágústa Rún Jónasdóttir, Valur.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Valur.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Valur.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Valur.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, ÍR.
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Fjölnir.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjarnan.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Valur.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Hulda Hrönn Bragadóttir, Selfoss.
Sara Lind Fróðadóttir, Valur.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukar.
Leikjadagskrá í riðlinum:
9. júlí: Ísland – Danmörk kl. 10.
10. júlí: Ísland – Litháen kl. 10.
12. júlí: Ísland – Svartfjallaland kl. 15.
EM kvenna 19 ára hefst í næstu viku – keppnishópurinn valinn