- Auglýsing -

EM kvenna 19 ára hefst í næstu viku – keppnishópurinn valinn

- Auglýsing -


Evrópumót 19 ára landsliða kvenna hefst í Podgorica í Svartfjallalandi á miðvikudaginn í næstu viku. Ísland verður á meðal 24 þjóða sem sendir lið til keppni á mótinu. Íslenska liðið dróst í B-riðil með Danmörku, Litáen og heimaliðinu frá Svartfjallalandi. Tvö lið komast áfram í milliriðla 12 efstu liða og þangað stefnir íslenska liðið.

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson eru þjálfarar íslenska liðsins sem hefur búið sig undir mótið síðustu daga og vikur. M.a. lék liðið tvo leiki í heimsókn til Færeyja í byrjun júní og hafði betur í báðum viðureignum.


Sterkari á endasprettinum í Færeyjum

17 og 19 ára landsliðin unnu í Færeyjum

Keppnishópurinn hefur verið valinn. Hann skipa:

Markmenn:
Elísabet Millý Elíasardóttir, Valur.
Ingunn María Brynjarsdóttir, ÍR.

Aðrir leikmenn:
Ágústa Rún Jónasdóttir, Valur.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karitas Eiríksdóttir, Valur.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Valur.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Valur.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, ÍR.
Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Fjölnir.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Stjarnan.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Valur.
Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, FH.
Hulda Hrönn Bragadóttir, Selfoss.
Sara Lind Fróðadóttir, Valur.
Þóra Hrafnkelsdóttir, Haukar.

Starfsfólk:
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari.
Þorvaldur Skúli Pálsson, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, farar- og liðsstjóri.

Leikjadagskrá í riðlinum:
9. júlí Ísland – Danmörk kl.10.
10. júlí Ísland – Litháen kl.10.
12. júlí Ísland – Svartfjallaland kl.15.

Íslenski hópurinn leggur af stað til Svartfjallalands á mánudaginn.

Yngri landsliðin með stórhappdrætti til að fjármagna stórmót

  • Leiktímar miðast við klukkuna á Íslandi en Svartfellingar eru tveimur tímum á undan.
  • Þessi árgangur stúlkna hafnaði í 15. sæti á EM fyrir tveimur árum og varð í 25. sæti á HM í Kína í fyrra.
  • Ljóst er að Danir verða með sterkasta liðið í riðlinum. Danska landsliðið hefur leikið til úrslita og hreppt annað sæti á síðustu tveimur stórmótum, EM og HM.
  • Svartfjallaland varð í 15. sæti á EM fyrir tveimur árum í 11. sæti á HM í Kína í ágúst á síðasta ári.
  • Litháen tók ekki þátt í A-keppni á EM fyrir tveimur áru og komust ekki í lokamótið á HM í Kína.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -