- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM kvenna: Noregur – Ungverjaland, staðreyndir

Hingað og ekki lengra segir Þórir Hergeirsson í umræðum um hvort hann þjálfi næst danska kvennalandsliðið. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Noregur og Ungverjaland mætast í fyrri undanúrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik í Wiener Stadthalle  í Vínarborg klukkan 16.45 í dag. Hér fyrir neðan eru nokkrar staðreyndir um liðin.
Leikurinn verður sendur út á RÚV2.

  • Noregur leikur í 14. skipti í undanúrslitum á EM kvenna en mótið sem nú stendur yfir er það sextánda frá upphafi. Þar af leikur Noregur nú í þriðja sinn í röð til undanúrslita.
  • Ungverjaland á sæti í undanúrslitum í fyrsta sinn í 12 ár eða frá EM 2012 í Serbíu þegar ungverska landsliðið hafnaði í þriðja sæti með sigri á Serbum, 41:38, í spennandi leik sem varð að framlengja.
  • Norska landsliðið hefur ekki tapað undanúrslitaleik EM kvenna síðan 1994. Alls hefur Noregur unnið EM kvenna níu sinnum. Ungverjaland hefur einu sinni unnið EM kvenna, árið 2000.
  • Markamet norska landsliðsins í undanúrslitaleik EM var í viðureign gegn Ungverjum á EM 2004. Þá skoraði norska landsliðið 44 mörk en fékk á sig 29.
  • Ungverjaland hefur fjórum sinnum unnið verðlaun á EM kvenna. Noregur hefur 13 sinnum unnið til verðlauna á EM. Engin þjóð hefur oftar unnið til verðlauna á EM kvenna. Síðast fór norska landsliðið tómhent heim frá EM árið 2018.
  • Noregur og Ungverjaland hafa mæst 27 sinnum á stórmótum í handknattleik kvenna. Norska landsliðið hefur unnið 20 leiki, ungverska landsliðið sjö leiki.
  • Ungverjinn Katrin Klujber er markahæsti leikmaður þeirra liða sem komin eru í undanúrslit. Hún hefur skoraði 46 mörk. Henny Reistad er markahæst leikmanna norska landsliðsins með 35 mörk.
  • Zsófi Szemerey markvörður norska landsliðsins er á meðal þeirra markvarða mótsins sem hefur einna hæsta hlutfallsmarkvörslu á EM, 39,2%.
  • Ungverjinn Petra Vamos er í þriðja sæti á lista yfir leikmenn sem hafa átt flestar stoðsendingar á mótinu, 30.
  • Þórir Hergeirsson hefur unnið fimm sinnum gullverðlaun og einu sinni, silfur á sjö Evrópumótum eftir að hann tók við þjálfun landsliðsins 2009. Hann hefur einu sinni farið tómhentur heim frá EM, árið 2018 þegar hann var með landsliðið í uppbyggingu og varð að gera sér fimmta sætið að góðu.
  • Leikurinn í dag verður sá næst síðasti hjá norska landsliðinu undir stjórn Þóris sem hefur verið aðalþjálfari frá ársbyrjun 2009 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari í átta ár á undan.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -