- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM-milliriðill 1: Verðlaunaliðin 2018 mætast

Heldur sigur ganga Daria Dimitrieva og rússneska landsliðsins áfram í kvöld? Mynd/Anze Malovrh/kolektiffimages
- Auglýsing -

Þær þjóðir sem léku til úrslita á EM 2018 munu mætast í kvöld þegar Rússar takast á við Svartfellinga annarsvegar og Frakkland og Spánn hinsvegar. Hlutskipti þessara liða er dálítið ójafnt þegar keppni í milliriðli 1 hefst. Frakkar og Rússar hefja keppnina með fjögur stig hvorir meðan draumur Spánverja og Svartfellinga um sæti í undanúrslitum virðist fjarlægur.

Svartfjallaland – Rússland | kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar:
Vanja Antic / Jelena Jakovljevic (Serbíu)

  • Rússland hefur leik í milliriðlunum með fjögur stig eftir góða sigra á Spánverjum og Svíum í riðlakeppninni.
  • Svartfellingar eru hins vegar án stiga þar sem þeir töpuðu sínum leikjum gegn Frökkum og Dönum.
  • Þessar þjóðir hafa mæst tíu sinnum áður þar sem hvor hefur unnið fjóra leiki en tvisvar hefur orðið jafntefli. Á EM hafa Svartfellingar haft betur þar sem þeir hafa unnið tvisvar en Rússar einu sinni.
  • Jovanka Radicevic verður í dag leikjahæsti leikmaður Svartfellinga á EM. Hún hefur spilað 32 leiki til þessa, jafnmarga og þær Milena Rajcevic og Marina Rajcic.
Konurnar í spænska landsliðsins eru tilbúnar í orrustu við Frakka. Mynd/Uros Hocevar/kolektiffimages

Frakkland – Spánn | kl 19.30 | Beint á RÚV.is
Dómarar:
Malgorzata Lidacka / Urszula Lesiak (Póllandi)

  • Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar og hefja leik með fjögur stig og eru jafnframt í betri stöðu núna heldur en fyrir tveimur árum þegar þeir byrjuðu milliriðlakeppnina með með tvö stig. Spánverjar hefja hins vegar leik með aðeins eitt stig.
  • Carmin Martin skoraði 18 mörk fyrir Spánverja í riðlakeppninni. Hún er í fimmta sæti á lista yfir markahæstu leikmenn í sögu EM. Martin hefur skorað 186 mörk. Hún þarf aðeins að skora fimm mörk í viðbót til að taka framúr hinni norsku Linn-Kristin Riegelhuth Koren. Isabelle Gullden skaust upp fyrir Riegelhuth Koren fyrr í keppninni að þessu sinni.
  • Leikurinn í dag verður 50. EM leikur Siraba Dembele Pavlovic. Hún hefur tekið þátt í flestum EM-leikjum leikmanna franska liðinu.
  • Spánn og Frakkland hafa mæst 15 sinnum áður. Frakkar hafa unnið í 11 skipti en Spánverjar aðeins tvisvar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -