- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Serbar bíða á meðan Króatar fagna

Leikmenn króatíska landsliðsins fagna sigri meðan Serbar ganga daufir í dálkinn af leikvelli. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Örlög Serba voru í húfi í lokaleik þeirra gegn Króötum í C-riðli. Grannþjóðirnar buðu heldur betur uppá naglbít þar sem þær króatísku höfðu að lokum eins marks sigur 25-24. Serbar sem hófu þetta Evrópumeistaramót á sigri á heimsmeisturum Hollendinga en hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og þurfa nú að treysta á að Ungverjar sigri Hollendinga síðar í kvöld. Króatar standa uppi sem sigurvegarar í C-riðli með fullt hús stiga og fara áfram í milliriðla með fjögur stig. Nokkuð sem verður að teljast heldur betur óvænt tíðindi.

Serbía – Króatía 24:25 (13:13)

  • Liðin skiptust fjórum sinnum á að hafa forystu í fyrri hálfleik en þegar um 10 mínútur voru eftir af hálfleiknum var staðan 9-9 en þá urðu kaflaskil þar sem að Serbar skoruðu fimm mörk í röð gegn einu frá Króötum og breyttu stöðunni í 14-10 þegar fjórar mínútur voru eftir.
  • Króatar neituðu þó að játa sig sigraða og áttu skínandi góðar lokamínútur í hálfleiknum og náðu að jafna metin 14-14 og þar við sat í hálfleik.
  • Króatinn Andrea Simara fékk beint rautt spjald á 24. mínútu það virkaði þó nokkuð strangur dómur en dönsku dómararnir voru vissir í sinni sök.
  • Það var ekki boðið uppá mikla markvörslu hjá Serbum í fyrri hálfleik. Jovana Risovic byrjaði í markinu en hún náði ekki að verja skot á þeim sextán mínútum sem hún var inná vellinum en svo leysti Katarina Tomasevic hana af hólmi og hún varði 4 skot og samtals voru þær með 22% markvörslu.
  • Leikurinn var ekki síður sveiflukenndur í seinni hálfleik þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna. Þegar 10 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 23-23 og við tók fimm mínútna kafli þar sem hvorugu liðinu tókst að skora en Króatar náðu að höggva á hnútinn og komust í tveggja marka forystu 25-23.
  • Serbar lögðu af stað í lokasóknina einu marki undir 24-25 og freistuðu þess að ná að jafna og þar með tryggja sig inní milliriðlana en þeim tókst ekki það ætlunarverk sitt og þurfa því að treysta á að Ungverjar nái í eitt stig að minnsta kosti ef þær ætla að komast áfram.
  • Króatinn Dora Krsnik var valin maður leiksins að þessu sinni en hún skoraði 6 mörk úr sjö skotum sem gerir 86% skotnýtingu auk þess spilaði hún 49 mínútur og 24 sekúndur mest allra útlileikmanna í króatíska liðinu.

Mörk Serbíu: Katarina Krpez-Slezak 5, Jelena Lavko 4, Jovana Stoiljkovic 4, Jelena Trifunovic 3, Sladana Pop-Lazic 3, Kristina Liscevic 3, Sanja Radosavljevic 2.
Varin skot: Katarina Tomasevic 8.
Mörk Króatíu: Dora Krsnik 6, Camila Micijevic 5, Larissa Kalaus 4, Josipa Mamic 3, Stela Posavec 2, Ana Debelic 2, Paula Posavec 1, Valentina Blazevic 1, Kristina Prkacin 1.
Varin skot: Tea Pijevic 7.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -