- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Skipt út eftir höfuðhögg

Cleopatre Darleux sem hér lyftir handleggjunum tekur væntanlega ekki þátt í fleiri leikjum á EM. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Gerð hefur verið ein breyting á franska landsliðinu í handknattleik fyrir leikinn við rússneska landsliðið í millriðlakeppni EM í dag. Markvörðurinn Cléopatre Darleux hlaut þungt höfuðhögg snemma í leik Frakklands og Spánar er hún fékk boltann í höfuðið eftir að Jennifer Gutiérrez Bermejo kastaði að markinu.

Darleux fór rakleitt af leikvelli eftir höggið og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í morgun tilkynntu Frakkar að þeir hafi kallað Laura Glauser inn í hópinn fyrir leikinn í kvöld í stað Darleux sem verður að jafna sig.


Frakkar eru ekki í hraki með markverði. Glauser er einn þriggja markvarða ungverska stórliðsins í Györ ásamt landa sínum og samherja í landsliðinu, Amandine Leynaud, og hinni norsku Silju Solberg.


Glauser hefur verið í franska hópnum frá því að hann kom til Danmerkur í síðustu viku og gat þar með komið fyrirvaralaust inn í keppnishópinn fyrir leikinn í dag sem hefst klukkan 17.15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -