- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Slóvenar verða að bíða áfram um sinn

Jovanka Radicevic fagnar einu af níu mörkum sínum gegn Slóvenum í kvöld. Mynd/Anze Malovrh / kolektiffimages
- Auglýsing -

Svartfjallaland – Slóvenía 26:25 (15:9)

Slóvenar eru úr leik á EM í handknattleik kvenna. Svartfellingar fara áfram í milliriðil en hefja þar keppni án stiga. Svartfellingar voru mikið sterkari fyrstu 40 mínútur leiksins en þá tóku Slóvenar við sér og gerðu harða atlögu að nágrönnum sínum. Það dugði ekki til. Talsverður taugatitringur var í Svartfellingum á síðustu 10 mínútum leiksins og voru þeir nær búnir að glopra unnum leik úr höndum sér. Svartfellingum nægði sigur til að komast áfram. Slóvenía hefur ekki komist í milliriðlakeppni EM í 16 ár og verður að bíða enn um sinn eftir að ná þeim áfanga.

  • Slóvena byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins. Loks þegar Svartfellingar svöruðu skoruðu þeir fjögur mörk í röð.
  • Ekki stóð steinn yfir steini í vörn Slóvena í fyrri hálfleik. Amra Pendic, markvörður, var ekki öfundsverð af hlutverki sínu í marki Slóvena.
  • Í síðari hálfleik brá lið Slóvena á það ráð að leika með sjö menn í sókn. Því var hætt fjórum mínútum fyrir leikslok.
  • Munurinn var mestur eftir sjö mínútur í síðari hálfleik, 19:12, fyrir Svartfjallaland.
  • Um miðjan síðari hálfleik var sex marka munur, 23:17.
  • Fjórar mínútur liðu frá því að Slóvenar minnkuðu muninn í 25:22 þangað til þeim lánaðst að skora 23. mark sitt að koma forskoti Svartfellinga niður í tvö mörk, 25:23.
  • Ana Gros skoraði sitt sjöunda mark þegar hún minnkað forskot Svartfellinga niður í eitt mark, 25:24, tveimur mínútum og 16 sekúndum fyrir leikslok. Intana Grbic svaraði um hæl með fyrsta marki Svartfjallalands í sjö mínútur.
  • Maja Svetik skoraði 25. mark Slóvena þegar 12 sekúndur voru til leiksloka eftir að Svartfellingar misstu boltann.
  • Jovanka Radicevic var valin maður leiksins. Hún skoraði níu mörk í 12 skotum og átti eina stoðsendingu fyrir landslið Svartfjalllands.
  • Þetta er sjötta EM kvenna í röð þar sem landslið Svartfjallalands kemst í milliriðla. Um var að ræða fimmta sigur Svartfjallalands á Slóvenum í A-landsleik kvenna. Slóvenar hafa aldrei unnið Svartfellinga í handknattleik kvenna.
  • Hvort lið skoraði úr þremur hraðaupphlaupum að þessu sinni.

    Mörk Svartfjallalands: Jovanka Radicevic 9, Jelena Despotovic 6, Durdina Jaukovic 5, Majda Mehmedovic 3, Itana Grbic 2, Ema Ramusovic 1.
    Varin skot: Marta Batinovic 10, Anastasija Babovic 2.
    Mörk Slóveníu: Ana Gros 7, Tjasa Stanko 5, Maja Svetik 4, Elizabeth Omoregie 3, Natasa Ljepoja 2, Valentina Tina Klemncic 2, Ziva Copi 1, Tija Gomilar-Zickero 1.
    Varin skot: Branka Zec 6, Amra Pandzic 6.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -