Þrátt fyrir að Þjóðverjar sýndu ekki sínar bestu hliðar þá sértaklega sóknarlega tókst þeim engu að síður að fá eitt stig út úr þessum leik gegn Pólverjum. Þetta stig dugði þýska liðinu til þess að komast í milliriðla þrátt fyrir að hafa ekki unnið síðustu tvo leikina í riðlinum, Pólverjar hinsvegar þurfa að sætta sig við fjórða og síðasta sætið í riðlinum og þurfa því að halda heim eftir riðlakeppnina þriðja mótið í röð.
Þýskaland – Pólland 21:21 (9:8)
- Pólverjar byrjuðu af miklum krafti og voru með fjögra marka forystu 6-2 eftir 10 mínútna leik.
- Mínúturnar eftir það voru Pólverjum hins vegar mjög erfiðar og þær til að mynda skoruðu aðeins 2 mörk á þeim 20 mín.
- Frammistaða Dinah Eckerle markvarðar Þýskaland í fyrri hálfleik var stór þáttur í því að Þjóðverjar fóru með eins marks forystu inní hálfleikinn. Hún varði 53 % af þeim skotum sem hún fékk á sig í fyrri hálfleik.
- Sóknarleikur liðanna var ekki nægilega öflugur í fyrri hálfleik, Þjóðverjar voru með 43% skotnýtingu en Pólverjar 42% skotnýtingu.
- Liðin skiptust á að hafa forystu fjórum sinnum í seinni hálfleik. Þýska liðið náði 4-1 kafla á milli 50. og 56. mínútu og lögðu þar með grunninn að þessu jafntefli.
- Luisa Schulze var valin maður leiksins en hún skoraði 3 mörk auk þess að fiska 4 víti. En hún var hins vegar eins og klettur í vörninni hjá Þjóðverjum.
- Þjóðverjar fylgja Noregi og Rúmeníu uppí milliriðla en þýska liðið tekur þó með sér tvö stig þar sem þær unnu Rúmena í fyrsta leik.
Mörk Þýskalands: Marlene Zapf 4, Alina Grijseels 3, Julia Maidhof 3, Luisa Schulze 3, Xenia Smits 2, Antje Lauenroth 2, Evgenija Minevskaja 2, Emily Bölk 1, Annika Lott 1.
Varin skot: Dinah Eckerle 9, Isabell Roch 2.
Mörk Póllands: Aleksandra Rosiak 4, Marta Gega 3, Natalia Nosek 3, Karolina Kochaniak 3, Joanna Szarawaga 3, Joanna Drabik 2, Aneta Labuda 1, Kinga Grzyb 1, Patrycja Swierzewska 1.
Varin skot: Weronika Gawlik 11.