- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Tékkar misstu dampinn og halda heim

Carmen Martín þarf að skora fimm mörk í dag til þess að hafa náð þeim áfanga að skorað 200 mörk í lokakeppni EM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spánn – Tékkland 27:24 (11:16)

Spánverjar fylgja Svíum og Rússum áfram í milliriðla en Tékkar sitja eftir með sárt ennið þrátt fyrir þrjá jafna leiki á mótinu. Þeir fengu ekkert stig og það skipti öllu þegar upp var staðið. Tékkar voru sterkari í 45 mínútur gegn Spánverjum í Herning í kvöld. Það nægði ekki. Síðasta stundarfjórðunginn skoraði spænska liðið 10 mörk gegn aðeins tveimur tékkneskum og vann, 27:24. Tékkar voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16:11.

  • Ljóst er að Spánverjar fara með eitt stig í farteskinu í milliriðil, eftir jafntefli við Svía.
  • Spánverjar léku til úrslita við Hollendinga á HM í Japan fyrir ári síðan. Þeir verða gestgjafarar HM að ári liðinu.
  • Markvörðurinn reyndi í spænska liðinu, Silvia Navarro, náði sér engan veginn á strik og var skipt af leikvelli áður en fyrri hálfleikur var úti. Navarro er elsti leikmaður mótsins, 41 árs.
  • Mercedes Castellanis leysti Navarro af í marki Spánar og stóð vel fyrir sínu, endaði með 42% hlutfallsmarkvörslu. Castellanis er að taka þátt í sínu öðru stórmóti.
  • Petra Kudlackova, markvörður Tékka, hélt sínu striki frá fyrri leikjum og var með 50% hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik. Henni verður ekki kennt um tapið. Kudlackova lauk leik með 37% hlutfallsmarkvörslu.
  • Carmen Martín stóð upp í slöku spænsku liði í fyrri hálfleik og var með fullkomna nýtingu, sex mörk í sex skotum. Hún bætti við sex mörkum til viðbótar í síðari hálfleik og var með fullkomna nýtingu. Þar af skoraði Martín átta mörk af vítalínunni. Hún var valin maður leiksins.
  • Liðin töpuðu boltanum 17 sinnum í fyrri hálfleik, þar af það spænska í tíu skipti.
  • Framan af síðari hálfleik leit út fyrir að spænska liðið væri á leiðinni að jafna metin. Hver einföldu mistökin á fætur öðrum komu í veg fyrir það. Tékkar voru enn fimm mörkum yfir, 22:17, þegar síðari hálfleikur var hálfnaður.
    Þremur mínútum síðar var munurinn kominn niður í tvö mörk, 22:20.
  • Spánverjar jöfnuðu loks metin, 23:23, þegar átta og hálf mínúta var til leiksloka. Þá hafði hafði hver sóknin hjá Tékkum á fætur annarri á um tíu mínútna kafla farið í skrúfuna. Varnarsérfræðingur spænska liðsins, Lara Gonzalez jafnaði metin með marki úr hraðaupphlaupi.
  • Boltinn var dæmdur af Tékkanum Marketu Hurychova tveimur og hálfri mínútu fyrir leikslok í stöðunni, 25:24, fyrir Spán. Eins var henni vísað af leikvelli. Þar fór von Tékka um að jafna metin. Spánverjar skoruðu tvö mörk á þeim tíma sem eftir var og innisiglaði sigurinn.

    Mörk Spánar: Carmen Martín 12, Nera Pena 4, Lara Gonzalez 2, Alicia Fernandez 2, Ainhoa Hernandez 2, Carmen Campos 1, Jennifer Gutierrez 1, Kba Gassama 1, Almudena Rodriguez 1, Mireya Gonzalez 1.
    Varin skot: Mercedes Castellanis 8, Silvia Navarro 4.
    Mörk Tékklands: Marketa Jerabkova 8, Jana Knedlikova 5, Veronika Mala 4, Kamila Kordovska 2, Marketa Hurychova 2, Michaela Konecna 2, Hana Kvasova 1.
    Varin skot: Petra Kudlackova 13.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -