- Auglýsing -
Eftir 48 mínútur í leik Rúmena og Pólverjar höfðu þær pólsku yfirhöndina og voru þær farnar að gera sér vonir um sæti í milliriðlum í fyrsta skipti frá EM 2014. Þær rúmensku snéru leiknum sér í vil sem gerði það að verkum að þær tryggðu sér sætið. Pólska liðið þarf að treysta á sigur gegn Þjóðverjum í dag en auk þess vonast eftir hagstæðum úrslitum í leik Noregs og Rúmeníu. Norska liðið hefur verið í fantaformi í upphafi mótsins og er ákveðið í að fara með 4 stig áfram í milliriðlanna.
Þýskaland – Pólland | kl 17.15 | Beint á RÚV2
Dómarar: Viktoriia Alpaidze / Tatyana Berezkina (Rússlandi)
- Þrátt fyrir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum gegn Noregi og Rúmeníu geta Pólverjar enn komist áfram í milliriðla með sigri á Þjóðverjum.
- Pólland jafnaði vafasaman árangur Slóvena yfir flesta tapleiki í sögu EM. En báðar þessar þjóðir hafa nú tapað 11 leikjum í röð á EM.
- Þjóðverjar vilja sýna sitt rétta andlit eftir tapið gegn Noregi 42-23 en það var versta tap í sögu EM.
- Frá því að núverandi fyrirkomulag á EM var tekið upp á EM 2002 hefur Þjóðverjum ávallt tekist að komast í milliriðlakeppnina ef frá er talið EM 2012 þar sem liðið tapaði fyrir Úkraínu í lokaleik riðlakeppninnar.
- Þýskaland hefur unnið sjö af þeim tíu leikjum sem þessar þjóðir hafa spilað.
Rúmenía – Noregur | kl 19.30 | Beint á RÚV2
Dómarar: Jelena Mitrovic / Andjelina Kazanegra (Svartfjallalandi)
- Báðar þjóðir hafa nú þegar tryggt sér sæti í milliriðlum en þau hafa samt enn að öllu að keppa þar sem báðar þjóðirnar vilja fara með öll stigin með sér í milliriðlana.
- Tvær af markahæstu leikmönnum mótisins, Nora Mörk og Cristina Neagu mætast í þessum leik. Þær voru einmitt liðsfélagar hjá rúmenska liðinu CSM Búkaresti á síðustu leiktíð.
- Norska liðið hefur nú unnið 6 leiki í röð á EM en Rúmenar bundu hins vegar enda á fjögurra leikja taphrinu sína með sigri sínum á Pólverjum í síðustu umferð.
- Norska liðið er það fyrsta sem nær að skora 77 mörk í fyrstu tveim umferðum á EM en þær áttu einnig gamla metið sem var 75 mörk í tveimur leikjum.
- Fyrsta mark sem Cristina Neagu skorar í þessum leik mun gera hana að fyrsta leikmanninum sem nær að skora 250 mörk í sögu EM.
- Þessar þjóðir hafa mæst 25 sinnum þar sem Noregur hefur unnið í 16 skipti.
- Auglýsing -