- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Þrjár norskar og tvær danskar í úrvalsliðinu

Sandra Toft markvörður danska landsliðsins. Mynd/Anze Malovrh / kolektiff
- Auglýsing -

Öll fjögur liðin sem komust í undanúrslit ásamt Rússlandi og Svartfjallalandi eiga fulltrúa í úrvalsliði mótsins sem var tilkynnt í dag. Noregur á þrjá fulltrúa og Danir eiga tvo. Í þetta skiptið gátu áhugamenn um EM kvenna tekið þátt í valinu en vægi þeirra var 40% en dómnefnd sem var skipuð sérfræðingum hafði 60% vægi. Á þeim 48 tímum sem kosningin var í gangi komu inn 30.000 atkvæði. Þrír leikmenn sem eru í liðinu að þessu sinni hafa aldrei áður unnið til einstaklingsverðlauna. Það eru Ana Debelic línumaður Króata, Line Haugsted sem varnarsérfræðingur Dana og hin franska Estelle Nze Minko sem var valin mikilvægasti leikmaður mótsins.

Norski leikstjórnandinn Stine Breidal Oftedal er eini leikmaðurinn í liðinu að þessu sinni sem var einnig í úrvalsliði EM fyrir tveimur árum.

Markvörður: Sandra Toft (Danmörku)

Sandra Toft markvörður Dana var valin maður leiksins í þremur leikjum Dana. Þessi frábæri markvörður hefur verið með besta prósentuhlutfallið yfir varin skot í mótinu eða 37%. Toft var einnig valin besti markmaðurinn á EM kvenna 2016.

Vinstra horn: Camilla Herrem (Noregi)

Hin eldfjóta Camilla Herrem er í sjöunda sæti yfir markahæstu leikmenn á mótinu. Hún hefur skorað 30 mörk til þessa. Hæfileikar hennar að binda enda á hraðaupphlaup norska liðsins er eitt lykilatriða þess á mótinu. Herrem var einnig í úrvalsliðinu á EM kvenna 2016

Vinstri skytta: Vladlena Bobrovnikova (Rússlandi)

Vladlena Bobrovnikova kom af miklum krafti inní þetta mót en hún var valin besti leikmaðurinn í fyrsta leik rússneska liðsin á mótinu gegn Spáni. Þessi 33 ára gamli leikmaður skoraði 20 mörk og gaf 21 stoðsendingu á mótinu auk þess að vera í lykilhlutverki í varnarleik liðsins.

Leikstjórnandi: Stine Oftedal (Noregi)

Annað Evrópumeistaramótið í röð er Stine Oftedal valin besti leikstjórnandinn. Hún hefur átt flestar stoðsendingar á mótinu eða 36 og auk þess að skora 28 mörk á mótinu. Oftedal hefur því komið að 64 mörkum sem norska liðið hefur skorað í mótinu.

Línumaður: Ana Debelic (Króatíu)

Það að Ana Debelic sé valin besti línumaðurinn á mótinu endurspeglar draumaframmistöðu króatíska liðsins á mótinu. Þessi 26 ára gamli línumaður hefur verið í algjöru lykilhlutverki í króatíska liðinu á báðum endum vallarins en hún hefur skorað 19 mörk. Hún hefur aldrei áður verið valin í úrvalslið stórmóts.

Hægri skytta: Nora Mörk (Noregi)

Þetta er í þriðja skiptið sem Nora Mörk er valin í úrvalslið EM kvenna en hún var einnig valin á EM 2014 og EM 2016. Nora Mörk er að koma tilbaka eftir erfið meiðsli en hún hefur verið mjög stöðug í sínum leik á mótinu til þessa. Hún hefur skorað 48 mörk og átt 23 stoðsendingar. Hún er einnig fyrsti leikmaðurinn í kvennaboltanum til þess að verða markahæst á tveimur Evrópumeistaramótum.

Hægra horn: Jovanka Radicevic (Svartfjallalandi)

Þetta er í annað skiptið sem Jovanka Radicevic er valin í úrvalslið EM en það eru þó komin átta ár síðan hún var síðast valin. Hún var tvisvar sinnum valin besti leikmaður leiksins á mótinu en hún skoraði 39 mörk í sex leikjum.

Besti varnarmaðurinn: Line Haugsted (Danmörku)

Danska vörnin var talin ein af þeim bestu á mótinu og þar var Line Haugsted ein af lykilleikmönnum. Hún varði 10 skot og stal 9 boltum sem gerir hana að besta varnarmanni mótsins.

Mikilvægasti leikmaðurinn: Estelle Nze Minko (Frakklandi)

Franska vinstri skyttan Estelle Nze Minko er búin að vera ein af lykilleikmönnum franska liðsins á mótinu en hún hefur spilað gríðarlega vel bæði í vörn og sókn en hún hefur skorað 25 mörk til þessa. Nze Minko hefur líka spilað flestar mínútur í franska liðinu en hún hefur verið inná vellinum í 250 mínútur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -