- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM: Ungverjar komust á blað í einstefnuleik

Szandra Szollosi-Zacsik skoraði tíu mörk fyrir ungverska liðið. Hér er væntanlega eitt þeirra í uppsiglingu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Serbía – Ungverjaland 26:38 (11:20)
Serbar virtust alveg uppgefnir eftir leikinn við Hollendinga og tókst ekki að sýna góðan leik gegn Ungverjum í dag. Yfirburðir ungverska liðsins voru miklir nánast allan leikinn. Ungverjar eru þar með komnir á blað og standa vel að vígi í keppninni um sæti í milliriðlum. Serbar verða hinsvegar helst að fá eitthvað út úr leik við Króata í lokaumferðinni til þess að halda áfram keppni.

  • Upphafskaflinn var ekki slæmur hjá Serbum. Staðan var jöfn, 5:5, eftir átta mínútur. Eftir það tók ungverska liðið öll völd á leikvellinum um leið og botninn datt úr leik leik serbneska liðsins. Níu marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 20:11.
  • Ungverjar skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkum síðari hálfleiks. Blanka Bíró, markvörður Ungverja, var með 45% hlutfallsmarkvörslu í fyrri hálfleik. Mörg skotin voru slök en vissulega þarf einnig að verja þau eins og önnur. Bíró hélt uppteknum hætti í síðari hálfleik og náði einnig að skora einu sinni. Hún lauk leiknum með 41% hlutfallsmarkvörslu. Melinda Szikora fékk að standa á milli stanganna á lokakafla leiksins.
  • Nítján og hálfur klukkutími leið á milli leikja hjá serbneska landsliðinu, frá viðureigninni við Hollendinga í gærkvöld. Serbneska liðið hefur ekki náð að æfa einu sinni eftir að liðið kom til Danmerkur á fimmtudagsmorgun.
  • Ungverska goðsögnin Anita Görbicz er í liðstjórnarteymi ungverska landsliðsins á EM í handknattleik. Hún hætti að leika með landsliðinu fyrir ári síðan, eftir HM í Japan. Görbicz leikur enn með félagsliðinu Györ.
  • Eins og sóknarleikur Serba gekk vel, sjö á sex, gegn Hollendingum, þá var hann jafn illa heppnaður á köflum gegn Ungverjum í dag. Ungverska liðið skoraði hvað eftir annað í autt mark Serba.
  • Katrin Klujbeer sem skoraði níu mörk fyrir Ungverja í fyrsta leiknum lét þrjú mörk duga að þessu sinni. Szandra Szollosi-Sacsik skoraði 10 mörk fyrir ungverska liðið í 12 tilraunum. Hún var valin maður leiksins.
  • Markadrottning EM 2018, Katarina Krpez-Slezak, skoraði 10 mörk gegn Hollendingum. Hún náði aðeins að skora eitt mark í dag.
  • Ungverjar mæta Hollendingum í lokaumferðinni á þriðjudag. Serbar og Króatar eigast þá við.


    Mörk Serbíu: Sanja Radosavljevic 5, Jelena Trifunovic 4, Jelena Lavko 4, Sladana Pop-Lazic 4, Zeljka Nikolic 3, Jelena Agbaba 2, Katarina Krpez-Slezak 1, Jovana Milojevic 1, Jovana Jovovic 1, Kristina Liscevic 1.
    Varin skot: Jovana Risovic 5, Katarina Tomasevic 3.
    Mörk Ungverjalands: Szandra Szollosi-Sacsik 10, Viktoria Lukacs 6, Nadine Schatzl 5, Aniko Kovacsics 4, Noemi Hafra 4, Katrin Gitta Klujber 3, Greta Kacsor 2, Dodttya Faluvegi 2, Rita Lakatos 1, Blanka Bíró 1.
    Varin skot: Blanka Bíró 14, Melinda Szikora 2.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -