- Auglýsing -

EM17-’25: Norska liðið vann sanngjarnan sigur

- Auglýsing -


Noregur vann sanngjarnan sigur á íslenska landsliðinu í viðureign þjóðanna í milliriðlakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða í Bemax Arena í Svartfjallalandi í morgun, 35:32. Íslenska liðið var marki undir í hálfleik, 18:17, eftir að hafa náð frábærum fimm marka kafla á síðustu mínútum.


Síðar í dag skýrist hvort íslenska liðið tekur þátt í krossspili um sæti 9 til 16 eða 17 til 24 á fimmtudag og föstudag. Til þess að Ísland leiki um sæti 9 til 16 verða Færeyingar að leggja Serba síðari í dag. Sé litið til fyrri viðureigna liðanna í mótinu verður færeyskur sigur að teljast ólíklegur.

Norska liðið var sterkara í leiknum. Afar miklar sveiflur voru í leik íslenska liðsins. Það lenti mest sex mörkum undir í fyrri hálfleik en tókst að vinna upp forskot Noregs, eða svo gott sem.

Fljótlega í síðari hálfleik náðu norsku stúlkurnar afar góðum tökum á leiknum. Mestur var munurinn níu mörk, 30:21. Þrátt fyrir baráttu og vilja þá var sá munur of mikill þótt sannarlega tækist að saxa aðeins á forystu Noregs á síðustu mínútunum.


Mörk Íslands: Laufey Helga Óskarsdóttir 12, Eva Lind Tyrfingsdóttir 6, Tinna Ósk Gunnarsdóttir 3, Roksana Jaros 2, Hekla Sóley Halldórsdóttir 2, Agnes Lilja Styrmisdóttir 2, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Vigdís Arnar Hjartardóttir 1, Ebba Guðríður Ægisdótttir 1, Guðrún Ólafía Marinósdóttir 1.
Varin skot: Danijela Sara Björnsdóttir 12, 35,3% – Erla Rut Viktorsdóttir 2, 18,7%.

Mörk Noregs: Stina Surdal 7, Kaja Ørving Jensen 7, Viktoria Odinokova Eilertsen 6, Selma Berland 5, Vera Braut Brunes 4, Nea Angelina Holand Frydenlund 3, Maren Lokna Hudson 2, Andrea Andrea Øyvor Mjanger 1.
Varin skot: Mali Hauge Jameson 14, 31,8% – Liv Tvedte Johannessen 0.

EM17-’25: Milliriðlar, úrslit og staðan

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -