- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM18: Fyrsti leikur við Svía á mánudag, mæta einnig Spáni og Noregi

Mynd/MKJ
- Auglýsing -

Piltarnir í 18 ára landsliðinu verða í riðli með Svíum, Spánverjum og Norðmönnum í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Landslið Svíþjóðar og Spánar unnu D og E-riðlana og norska landsliðið skaut Króatíu og Frakklandi ref fyrir rass með besta árangur þeirra sem höfnuðu í öðru sæti í A, B og C-riðlum.

Fyrsti leikur íslenska landsliðsins verður á mánudaginn við landslið Svía. Daginn eftir verður leikið við Spánverja og loks gegn frændum okkar frá Noregi á fimmtudaginn.

Í hinum riðli átta liða úrslita verða Serbía, Þýskaland, Danmörk og Ungverjaland.

Liðin hefja riðlakeppni átta liða úrslita án stiga.

Að lokinni riðlakeppninni verður krossspil á milli riðlanna á föstudaginn. Tvö efstu liðin úr hvorum riðli leika til undanúrslit og tvö þau neðri leika í krossspili um sæti fimm til átta. Leikið verður um sæti eitt til átta á sunnudaginn 18. ágúst.

Leikjadagskrá Íslands í riðlakeppni átta liða úrslita:
Mánudagur 12. ágúst.
Ísland - Svíþjóð, kl. 10.
Þriðjudagur 13. águst.
Ísland - Spánn, kl. 12.30.
Fimmtudagur 15. ágúst.
Ísland - Noregur, kl. 12.30.
- Leiktímar eru miðaðir við klukkuna á Íslandi.

Um leið og staðfestir leiktímar verða gefnir út verður ofangreind dagskrá uppfærð.

Krossspil föstudaginn 16. ágúst, frídagur laugardaginn 17. ágúst, leikið um sæti sunnudaginn 18. ágúst.

EM18: Þriðji sigurinn hjá piltunum í Podgorica

EMU18 karla: Leikir, úrslit og staðan, riðlakeppni

Yngri landslið

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -