- Auglýsing -

Fimm marka tap fyrir Serbum – mæta næst norska landsliðinu

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið leikur við norska landsliðið í krossspili um sæti 13 til 16 á Evrópumóti 19 ára landsliða kvenna í Podgorica í Svartfjallalandi eftir tap fyrir Serbum í morgun, 29:24. Á sama tíma leika Serbar við Rúmena í krossspili um sæti níu til 12. Rúmenar lögðu Noreg, 31:29, á sama tíma og landslið Íslands og Serbíu áttust við.


Serbneska landsliðið var sterkara frá upphafi til enda í viðureigninni í Bemax Arena í morgun. Sóknarleikurinn reyndist íslenska liðinu fótakefli frá upphafsmínútum. Serbar voru komnir með fjögurra marka forkskot, 6:2, eftir tæplega 14 mínútur. Mestur varð munurinn fimm mörk í fyrri hálfleik. Íslensku stúlkunum tókst aðeins að minnka muninn á lokamínútunum niður í þrjú mörk. Staðan var 14:11 í hálfleik, Serbum í vil.

Fljótlega í síðari hálfleik náði serbneska liðið fimm til sex marka forskoti. Sá munur hélst meira og minna allan síðari hálfleikinn.


Mörk Íslands: Ásthildur Þórhallsdóttir 5, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 5, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 2, Guðrún Hekla Traustasdóttir 2, Ásrún Ingi Arnarsdóttir 2, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 6, 22,2% – Ingunn María Brynjarsdóttir 0.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -