- Auglýsing -
- Auglýsing -

EM2020: Spánverjar búa sig undir HM að ári

Silvia Navarro, hinn frábæri markvörður spænska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sex dagar eru þangað til flautað verður til leiks á Evrópumeistaramóti kvenna í handknattleik í Danmörku. Handbolti.is kynnir liðin 16 til leiks hvert á fætur öðru, tvö á dag, til 3. desember. Nú er röðin komin að landsliði Spánar. Tengil inn á fyrri kynningar er m.a. að finna neðst í þessari grein.

Landslið Spánar mætir til leiks fullt sjálfstrausts eftir að hafa leikið til úrslita á HM fyrir ári. Leikmenn voru hins vegar ekki uppá sitt besta á Evrópumeistaramótinu fyrir tveimur árum þar sem þeir enduðu í 12.sæti. Spánverjar verða með Rússum, Svíum og Tékkum í riðli að þessu sinni og ætla sér langt. 

Lykilleikmaður: Silvia Navarro
Þessi 41 árs gamli markmaður er 
elsti markvörðurinn sem tekur þátt
í EM í ár. Sú mikla reynsla sem 
þessi frábæri markvörður býr að
hefur gert það að verkum að 
Viver, þjálfari hikaði ekki við að 
velja hana í liðið að þessu sinni.

Spænska liðið hefur náð góðum árangri á stórmótum þar sem þær hafa unnið til tvennra verðlauna á EM, einnig til tvennra verðlauna á HM auk þess að eiga verðlaun frá Ólympíuleikum. Spænska landsliðið hefur þó aldrei náð í gullverðlaun. Góður árangur á mótinu í ár myndi vera veruleg hvatning fyrir HM á næsta ári þar sem Spánverjar stefna hátt á heimavelli.

Fyrri árangur:
Evrópumeistaramót
8. sæti 2004
2. sæti 2008
2. sæti 2014
Heimsmeistaramót
5. sæti 2003
4. sæti 2009
3. sæti 2011
2. sæti 2019
Ólympíuleikar
3. sæti 2012

Hvernig mun liðinu vegna án Barbosa?

Síðan að Carlos Viver tók við þjálfun liðsins árið 2017 hefur hann tekið inn mikið af ungum og efnilegum leikmönnum inní leikmannahópinn. Engu að síður reiðir hann sig mikið á reynslumeiri leikmennina líkt og Alexandrinu Barbosa sem skoraði 60 mörk á síðasta heimsmeistaramóti. Barbosa mun því miður ekki getað tekið þátt á mótinu í ár þar sem hún varð fyrir hné meiðslum fyrir nokkrum vikum. Það er ljóst að það að leikmenn eins og Nerea Pena og Alicia Fernandez þurfa að ganga fram fyrir skjöldu ef spænska liðinu á að takast að ná markmiðum sínum.

Leikir Spánar í B-riðli:
3.12.Rússland-Spánn, 17.15
5.12.Spánn-Svíþjóð, 20.30
7.12.Spánn-Tékkland, 17.15
RÚV sýnir flesta leiki EM.

Fyrri kynningar, smellið á þjóðarheiti: Pólland, Króatía, Tékkland, Slóvenía, Svartfellingar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -