- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU17: Komnar í höfn í Podgorica – auðvitað vantaði töskur

Stúlkurnar í U17 ára landsliðinu. Mynd/SFB
- Auglýsing -

„Við erum komin á leiðarenda og inn á fínt hótel í Podgorica,” sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson annar þjálfara U17 ára landsliðs kvenna við handbolta.is upp úr miðjum degi en þá var landsliðshópurinn, þjálfarar og aðstoðarmenn að koma sér fyrir á hóteli í Podgorica í Svartfjallalandi eftir stíft ferðalag frá Íslandi sem hófst í nótt.

EMU17: Dagskrá, úrslit og staðan, riðlakeppni

Sjö töskur heltust úr lestinni

„Við flugum á Kaupmannahöfn, þaðan til Serbíu hvar klukkustundar seinkun varð á brottför. En allt gekk þetta svo sem vel nema hvað að okkur vantar sjö töskur með farangri þegar komið var til svartfellsku höfuðborgarinnar. Þær hafa einhverstaðar helst úr lestinni,“ sagði Sigurjón sem er vongóður um að töskurnar skili sér fyrr en síðar enda með fararstjóra sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna

Leikir Íslands í riðlakeppni EM:
3. ágúst: Svartfjallaland - Ísland, kl. 16.
5. ágúst: Ísland - Þýskaland, kl 18.15.
6. ágúst: Ísland - Egyptaland, kl. 18.15.
Handbolti.is verður með textalýsingar frá öllum leikjum Íslands á EM. Einnig verður hægt að fylgjast með öllum leikjum í endurgjaldslausu streymi á ehftv.com.

Var í læri hjá Gurrý

„Fararstjórinn okkar, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, er reyndar í sinni fyrstu ferð sem fararstjóri og verður að standa strax í stórræðum. Hún er sem betur fer þrautreynd í ferðum um Austur-Evrópu eftir langan og gæfuríkan feril sem landsliðskona. Hrabba er öllu vön og hefur lært margt af Guðríði Guðjónsdóttur, Gurrý, þegar kemur að því að leysa úr vandamálum og verður væntanlega ekki skotaskuld úr því að endurheimta töskurnar,“ sagði Sigurjón Friðbjörn ennfremur og bætti við.

Í handfarangri

„Leikmenn eru með keppnisbúninga og skó svo við höfum ekki stórar áhyggjur í bili og getum farið að huga að lokaundirbúningi okkar fyrir fyrsta leikinn á EM á fimmtudaginn,“ sagði Sigurjón Friðbjörn Björnsson annar þjálfara U17 ára landsliðs kvenna sem tekur þátt í Evrópumótinu sem fram fer í Podgorica í Svartfjallandi frá 3. til 13. ágúst.

Íslenski landsliðshópurinn á EM U17 ára landsliða kvenna.
Markverðir:
Ágústa Tanja Jóhannsdóttir, Selfossi.
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Sif Hallgrímsdóttir, KA/Þór.
Aðrir leikmenn:
Ágústa Rún Jónasdóttir, HK.
Alexandra Ósk Viktorsdóttir, ÍBV.
Arna Karítas Eiríksdóttir, Val.
Ásrún Inga Arnarsdóttir, Val.
Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir, Val.
Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, KA/Þór.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Fram.
Ester Amíra Ægisdóttir, Haukum.
Eva Gísladóttir, FH.
Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, HK.
Guðrún Hekla Traustadóttir, Val.
Lydía Gunnþórsdóttir, KA/Þór.
Rakel Dórothea Ágústsdóttir, Stjörnunni.
Starfsfólk:
Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari.
Sigurjón Friðbjörn Björnsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðaþjálfari.
Karen Tinna, sjúkraþjálfari.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, liðstjóri.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -