- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU17: Tólf slæmar mínútur í Podgorica

Hluti leikmanna U17 ára landsliðs kvenna sem keppir á EM. Mynd/HF Montenegro
- Auglýsing -

Tólf mínútna kafli án marks gerði út um allar vonir íslenska landsliðsins að fá eitthvað út úr leiknum við sænska landsliðið í milliriðlakeppni Evrópumóts 17 ára landsliða kvenna í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Svíar skoruðu 10 mörk á þessum kafla og breyttu stöðunni úr 18:18 í 28:18. Lokatölur, 34:23, fyrir Svía sem voru marki yfir í hálfleik, 15:14.

Portúgal á föstudag

Íslenska landsliðið rekur lestina í milliriðli þrjú og mætir þar með Portúgal á föstudaginn í leik sem mun skera úr um hvort liðið leikur um 13. eða 15. sæti Evrópumótsins á laugardaginn. Eins og sakir standa hefst viðureignin á fimmtudaginn klukkan 13.45 að íslenskum tíma. Leiktíminn er óstaðfestur.

Íslensku stúlkurnar byrjuðu illa í dag. Svíar skoruðu fjögur af fyrstu fimm mörkunum. Slæm byrjun sló leikmenn ekki út af laginu. Þeim tókst að minnka muninn í eitt mark, 7:8, áður Svíar náðu þriggja marka forskoti á ný, 8:11 og 10:13. Þá skoraði Ísland fjögur mörk í röð og komst yfir í eina skiptið í leiknum, 14:13. Tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks voru sænsk.

Síðari hálfleikur hófst vel. Upphafsmínúturnar voru jafnar og eftir nærri fjórar mínútur var staðan jöfn, 18:18. Eftir það tók við algjört hrun í sóknarleiknum. Svíar skoruðu hvert markið á eftir öðru, flest eftir hraðaupphlaup. Forskot þeirra var orðið 10 mörk og úrslitin ráðin þótt 13 til 14 mínútur væru til leiksloka.

Mörk Íslands: Ágústa Rún Jónasdóttir 5, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 5, Lydía Gunnþórsdóttir 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Ingunn María Brynjarsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 7, 26% – Sif Hallgrímsdóttir 3/1, 25% – Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 0.

EMU17: Milliriðlar, leikir, úrslit, staðan

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -