„Þetta var einn af þeim leikjum þar sem allt gekk upp í lokin sem gerir sigurinn fyrir alla eftirminnilegri,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar af þjálfurum U18 ára landsliðs karla þegar handbolti.is sló á þráðinn til Heimis eftir ævintýralegan sigur íslenska landsliðsins á Svartfellingum 30:29, í á Evrópumeistaramótinu í Podgorica í dag.
Sigurinn tryggir íslenska liðinu einu af 12 efstu sætum mótsins og keppnisrétt á HMU19 ára á næsta sumri og EMU20 ára eftir tvö ár.
135 sekúndum fyrir leikslok tóku Heimir og Einar Jónsson þjálfara leikhlé. Íslenska liðið var tveimur mörkum undir og svo virtist sem ekki blési byrlega. Eftir leikhléið tóku gæfuhjólin að snúast á sveif með íslensku piltunum.
„Við urðum að taka þetta leikhlé og reyna að fara í sjö á sex og vonast til þess að það gæti eitthvað gert fyrir okkur. Það var fátt í stöðuna á þessum tímapunkti að við myndu hirða tvö stig,“ sagði Heimir sem var hreinlega í sjöunda himni. “Leikurinn endaði hreint ævintýralega
„Þetta var bara einn af leikjum sem maður hreinlega skilur ekki hvernig við unnum,“ sagði Heimir sem er þarf að gera allt klárt fyrir leik við Ítalíu á morgun sem hefst klukkan 12.
Handbolti.is verður að vanda með textalýsingu frá viðureign U18 ára landsliðsins í dag.