- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU18: Færeyingar flugu áfram – staðan í riðlunum

Kátir færeyskir frændur eftir að þeir unnu Serba á EM U18 í dag. Mynd/EHF
- Auglýsing -

Færeyingar gerðu það heldur betur gott á EM U18 ára landsliða í handknattleik karla í Svartfjallalandi í dag þegar þeir unnu Serba, 29:24, í fyrstu umferð riðlakeppni liðanna í neðri hluta mótsins. Þar með er ljóst að Færeyingar verða einnig á meðal 12 efstu á mótinu og hafa þar með eins og íslenska landsliðið tryggt sér farseðilinn á HM20 ára landsliða í Króatíu á næsta ári og á EM 20 ára landsliða eftir tvö ár. Þá verður keppnisliðum EM fjölgað úr 16 í 24.



Færeyska liðið vann Frakka í lokaumferð riðlakeppninnar og þurfti þar með einn sigur í milliriðlakeppni neðri hluta liðanna til þess að verða á meðal 12 efstu. Tíu mínútum fyrir leikslok var forskot þeirra eitt mark gegn Serbum, 22:21.

Lokakaflinn var færeyska liðsins sem vann með fimm marka mun, 29:24.

Liðin sem hafna í ellefu efstu sætum EMU18, auk landsliðs Króatíu, tryggja sér keppnisrétt á HM U19 ára landsliða sem fram fer í Króatíu á næsta sumri. Einnig fara sigurvegararnir frá B-mótum EM þremur sem nú standa yfir inn á HM sem fulltrúar Evrópu.
EM20 ára landsliða sem fram fer eftir tvö ár verður skipað 24 liðum, ekki 16 eins og nú er. Framkvæmdastjórn EHF samþykkti í vor að fjölga liðum í lokakeppni yngri landsliða til samræmis við það sem gerist á meðal A-liða. Af þessu leiðir að 13 efstu liðin á EM í Svartfjallandi fá farseðil í lokakeppni EM 20 ára landsliða eftir tvö ár.


Óli Mittún hélt áfram að fara á kostum. Hann skoraði 13 mörk fyrir færeyska liðið og lang markahæsti leikmaður EM með 50 mörk í fjórum leikjum. Markvörðurinn Aleksandar Lacok fór einnig með himinskautum og varði 14 skot.


Staðan í milliriðlunum í keppni um sæti níu til sextán.

Ísland220068 – 544
Svartfjallaland210160 – 522
Pólland210156 – 672
Ítalía200251 – 620
Færeyjar220058 – 504
Serbía210154 – 542
Frakkland201151 – 541
Slóvenía101150 – 551

Lokaumferðin fer fram á morgun og mætir íslenska landsliðið því ítalska klukkan 12. Að vanda verður textalýsing á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -