- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU18: Heilt yfir sáttur – meginmarkmið náðust

Heimir Ríkarðsson þjálfari hefur lengi verið með U18 og U19 ára landsliðin. Mynd/EHF
- Auglýsing -

„Heilt yfir er ég sáttur við mótið þótt sannarlega hafi það verið markmið og ætlan okkar að vinna síðasta leikinn,“ sagði Heimir Ríkarðsson annar þjálfara U18 ára landsliðs karla í samtali við handbolta.is í gærkvöld eftir að íslenska landsliðið lauk þátttöku á Evrópumeistaramótinu sem staðið hefur yfir í Podgorica í Svartfjallalandi frá 4. ágúst.


Íslenska liðið hafnaði í tíunda sæti, vann fjóra leiki en tapaði þremur og tryggði sér til viðbótar þátttökurétt á HM 19 ára landsliða eftir ár og inn á EM 20 ára landsliða að tveimur árum liðnum sem er meira en m.a. Frakkar getað státað af.


„Þessi hópur hefur ekki sömu reynslu og sum önnur lið sem við höfum verið með í þessum árgangi á síðustu árum. Allt mótið var stígandi í liðinu, jafnt í vörn sem sókn. Liðsheildin er einnig mjög fín,“ sagði Heimir og bætti við.


„Meginmarkmið okkar náðist sem var að tryggja þessum árgangi þátttöku á næstu tveimur stórmótum. Eftir mjög erfiðan riðil á fyrsta stigi mótsins þá unnum við báða leikina í milliriðli með stæl og tókst þar með að koma okkur í góða stöðu. Að milliriðlakeppninn lokinni var sæti á stórmótunum tveimur í höfn.


Stígandinn var góður í liðinu. Síðustu tvær vikur hafa verið lærdómsríkar og skemmtilegar. Strákarnir hafa verið rosalega flottir utan vallar sem innan,“ sagði Heimir Ríkarðsson en hann er þjálfari U18 ára landsliðsins ásamt Einari Jónssyni.


Íslenski hópurinn fylgist með úrslitaleikjum mótsins í dag og kemur heim til Íslands aðra nótt. Fyrir dyrum stendur langt og strangt ferðalag frá Podgorica til Íslands með tilheyrandi bið á flugvöllum.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -