- Auglýsing -
- Auglýsing -

EMU18: Mæta heimaönnum á þriðjudag – Færeyjar lögðu Frakkland

Þorvaldur Örn Þorvaldsson og liðsmenn íslenska landsliðsins mæta Svartfellingum á þriðjudaginn. Mynd/EHF
- Auglýsing -

U18 ára landslið karla í handknattleik mætir Svartfjallalandi og Ítalíu í milliriðlakeppni um níunda til sextánda sæti á Evrópumeistaramótinu í Podgorica í Svartfjallandi. Framundan eru þar með tveir leikir. Sá fyrri verður á þriðjudaginn klukkan 14 við heimamenn, Svartfellinga, og sú síðari við Ítali á miðvikudaginn klukkan 12.


Ísland og Svarfjallaland byrja með tvö stig hvort en Ítalía og Pólland hefja riðlakeppnina með tvær hendur tómar, talið í stigum.


Keppnin um sæti níu til sextán á Evrópumótinu fer fram í tveimur riðlum. Í hinum riðlum leika Serbía, Færeyjar, Frakkland og Slóvenía. Að riðlakeppninni lokinni leika liðin í kross á milli riðlana um sætin.


Serbar verða með tvö stig og einnig Færeyingar sem gerðu sér lítið fyrir og unnu Frakka í dag, 29:26, eftir að hafa verið undir, 14:12, í hálfleik. Þetta er fyrsti sigur Færeyinga á Frökkum á handknattleiksvellinum, óháð flokkum. Óli Mittún lék Frakka grátt hvað eftir annað í leiknum. Hann skoraði 13 mörk í 15 skotum.


Ungverjaland, Portúgal, Króatía, Þýskaland, Spánn, Noregur, Danmörk og Svíþjóð verða í riðlinum tveimur í keppni um átta efstu sætin.


Úrslit allra leikja í riðlakeppni EM og staðan:

A-riðill:
Þýskaland – Ungverjaland 32:35.
Ísland – Pólland 38:25.
Pólland – Þýskaland 29:33.
Ísland – Ungverjaland 23:30.
Þýskaland – Ísland 35:31.
Pólland – Ungverjaland 32:34.

Ungverjaland330099 – 876
Þýskaland3201100 – 954
Ísland310292 – 902
Pólland300386 – 1050

B-riðill:
Portúgal – Svartfjallaland 31:24.
Króatía – Ítalía 35:31.
Svartfjalland – Króatía 21:46.
Ítalía – Portúgal 18:38.
Svartfjallaland – Ítalía 31:22.
Portúgal – Króatía 25:24.

Portúgal330094 – 666
Króatía3201105 – 774
Svartfjallaland310276 – 992
Ítalía300371 – 1040

C-riðill:
Slóvenía – Noregur 30:31.
Danmörk – Serbía 25:25.
Serbía – Slóvenía 30:25.
Danmörk – Noregur 32:31.
Slóvenía – Danmörk 29:36.
Noregur – Serbía 35:28

Noregur330098 – 896
Danmörk311192 – 863
Serbía311183 – 853
Slóvenía300384 – 970

D-riðill:
Spánn – Frakkland 41:33.
Svíþjóð – Færeyjar 32:29.
Færeyjar – Spánn 25:35.
Frakkland – Svíþjóð 31:34.
Frakkland – Færeyjar 26:29.
Spánn – Svíþjóð 40:33.

Spánn3300116 – 916
Svíþjóð320199 – 1004
Færeyjar310283 – 932
Frakkland300390 – 1040
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -